Lítilsvirðing.

Góður vinur minn var í Breiðavík. Hann var tekinn af barnaverndaryfirvöldum fyrir það eitt að vera uppátækjasamur og koma úr systkinahópi einstæðrar móður. Er hann er tekinn frá fjölskyldu sinni vissi hann ekki annað en að hann væri að fara í stutta sumarbúðaferð. En ferðin breyttist í tveggja ára vítisvist þar sem beðið var öllum stundum að fá að komst heim til móður sinnar og systkina. Ég kann ekki að setja mig í hans spor, en þeir sem hafa frjótt ímyndunarafl geta velt fyrir sér þeim áhrifum sem það kann að hafa á 12 ára dreng að finnast hann vera svikinn og yfirgefinn auk þess að vera lítilsvirtur og misnotaður í tvö ár. Þeir sem hafa upplifað aðeins eitt af þessu gleyma því seint.

Nú réttum 40 árum seinna ætlar ríkisstjórnin að greiða vini mínum „bætur" fyrir það óréttlæti sem hann varð fyrir. En samkvæmt fyrstu fréttum verða þetta ekki bætur - heldur enn ein lítilsvirðingin sem honum eru sýndar af þeim sem valdið hafa...  Hann mun eiga von á að fá ein mánaðarlaun ráðherra í ríkisstjórn Íslands fyrir „ómakið".

Ef þetta verður niðurstaðan má hver og einn ráðherra ríkisstjórnarinnar hundur heita fyrir þessa lágkúru.  
mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, hverskonar lítilvirðing er þetta eiginlega? Var ekki verið að gefa Handboltalandsliðinu 50.000.000 og var ekki ríkið að taka lán fyrir 30.000.000.000.-? Ef það eru ekki bankar í vanda þá er eins og það skipti engu máli, skiptum við borgararnir engu máli?

Það væri gaman að sjá ráðherra landsins halda þessum mönnum veislu eins og handbolta strákunum eða eigum við bara skilið peninga og veisluhöld þegar við vinnum silfur?????

S

stefán (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.9.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Geir margsagði í kvöldfréttum í kvöld að hann harmaði að trúnaðarupplýsingar hefðu lekið í fjölmiðla. Gott og vel... En hvernig er hægt að ætlast til þess að menn haldi trúnað um lágkúru eins og Geir er að bjóða samtökunum. Hver er tilgangurinn og í hvers þágu? Átti að grafa málið í kyrrþey? Ég segi sem betur fer létu Breiðavíkursamtökin ekki bjóða sér þriðja klassa útför - í boði ríkisstjórnarinnar.

Atli Hermannsson., 4.9.2008 kl. 23:52

4 identicon

Mér finnst rétt sem þeir segja sjálfir að þetta hljóti að verða að vera þannig að þetta séu þá bætur sem skipta máli. En hvernig ætti að reikna það hef ég ekki tillögu um, a.m.k. núna.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist þetta skelfilega mál vera sambland af heimsku og vandræðagangi. Að eyðileggja ungmenni fyrir lífstíð með ofbeldi forræðishyggjunnar sem stjórnvöld og sveitarfélög báru ábyrgð á er ekki eitthvað sem hægt er að leysa með fémunum eftirá. Í skugga erfiðra minninga hafa flest þessara fórnarlamba misst tökin á lífi sínu og aldrei náð fótfestu. Einhver málamyndaafsökun studd peningagreiðslu einni saman er ódýr lausn.

Nú er það skýlaus krafa á hendur stjórnvalda að hafa samband við hvern og einn þesara manna og leita aðferða til að koma ævi þessara manna í öruggan farveg með öllum þeim leiðum sem þar eru tiltækar. Eingreiðsla í peningum er ekki endilega besta lausnin og reyndar ólíklegt að svo sé. Ég hygg að fæstir þessara manna sjái fyrst og fremst eftir einhverjum bankainnstæðum sem þeir hafa misst af.   

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 43272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband