John McCain og lygaþvælan.

John McCain er ábyggilega merkilegur maður fyrir marga hluta sakir. Þó ekki væri nema fyrir það sem hann sagði í ræðu sinni á flokksþinginu um þátttöku sína í Víetnam stríðinu -  og hvað sú reynsla hefði gert honum gott. Eða eins og hann orðaði það sjálfur;" þá uppgötvaði hann þar ást sína á föðurlandinu". Ég gat heldur ekki skilið það öðruvísi en að hann stæði í eylífri þakkaskuld við stjórnvöld þess tíma fyrir að hafa gefið honum þetta tækifæri  - og hvað reynsla hans sem stríðsfangi (pyntingarnar) hefðu gefið honum mikið. Manngæsku bandarískra stjórnvalda uppgötvaði hann einnig eitt kyrrlátt kvöld við þungar sprengjudrunur og bjarma í fjarska. Þá hafði hann einnig við svipaðar kringumstæður uppgötvað göfugan málstað bandarísku þjóðarinnar -  sem fólst líklega í því að drepa eins marga Norður-Víetnama og kostur var. Að lokum þá bætti hann við, að hann hafi ekki orðið samur eftir þessa reynslu sína í Víetnam og er ég honum þar hjartanlega sammála.

Það jaðrar við að maður sé McCain gramur fyrir að hafa legið á þessari fallegu lífsreynslu allan þennan tíma. Hann hefði t.d. getað sagt vini sínum Georg Bush frá henni á sínum tíma, sem drifið hefði sig til Víetnam í stað þess að fela sig, fyrir misskilning, eins og rotta undir verndarvæng karls föður síns. Þá væru dætur Bush hjónanna sennilega í dag í Írak eða Afganistan í stað þess að hanga heima og missa af því sem gefur lífinu gildi.   


mbl.is Metáhorf á ræðu McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur! Repúplíkanar virðast einmitt hugsa á þessum nótum. Viðkomandi „lennti“ (eins og Viljálmur nokkur í Reykjavík, lennti í máli) í stríði, var tekinn til fanga, pyntaður (af Pílatusi), en reis upp á þriðjadegi og steig upp sem forseti bandaríkjanna. Mjög góð lífsreynsla og gott veganesti í embættið. Bestu kveðjur

Helgi

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 42938

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband