Rick Wright.

Richard Wright hljómborðsleikari Pink Floyd er fallinn frá 65 ára að aldri. Hann var einn stofnenda sveitarinnar árið 1965 ásamt þeim Nick Mason, trommara Syd Barret, gítarleikara og söngvara og Roger Waters á bassa. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að David Gilmour gítarleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar bættist í hópinn.

 Ég hef  mikið haldið uppá Rick og talið framlag hans mjög vanmetið. Þess má t.d. geta að flestir halda að Roger Waters sé maðurinn á bak við The Dark Side Of  The Moon -  en það er aldeilis ekki rétt. Í meginatriðum á Waters textana og eitt lag plötunnar, en Gilmour og Wright má segja að eigi restina af lögunum. Rick á til dæmis lögin Any Colour You Like, The Great Gig In The Sky og Us and Them sem Waters hefur sagt besta lag plötunnar.  

Það vita flestir að ósætti kom upp í hljómsveitinni er þeir voru að vinna að gerð TheWall sem endaði með því að Waters rak Rick út hljómsveitinni. En færri vita forsögu þess og hvers vegna það gerðist. En ástæða brottrekstursins var óánægja Waters með rýrt framlag Ricks til plötunnar og hvað hann virtist áhugalítill um gerð hennar. Fyrir það fyrsta var hljómsveitin í raun gjaldþrota á þeim tíma eftir að hafa farið að ráðum fjárfesta sem ekki héldu vatni. Þá var Rick að ganga í gegnum erfiðan skilnað og fikta við eiturlyf á sama tíma. En raunveruleg ástæða þess að Rick sat með krosslagðar hendur í stúdióinu og beið fyrirmæla var sú að hann var hættur að sætta sig við að semja línur og endurbæta demó sem Waters skrifaði sig síðan einan fyrir.

Waters ákveður upp á sitt einsdæmi að leggja hljómsveitina niður eftir plötuna The Final Cut árið 1983 -  en tókst ekki sem betur fer. Því þeir Gilmour og Mason ákveða að halda áfram og fá Rick aftur til liðs við sig. Hljómsveitin fór síðan í gríðarlega vel heppnaða heimsreisu 1987 sem fékk mig til að ákveða, að ef bandið færi einhvern tíma aftur af stað yrði ég fyrstur inn um hliðið.

Það gerðist svo 1994 að Pink Floyd gaf út eina af sínum bestu plötum, Division Bell og fóru í kjölfarið í sína síðustu hljómleikaferð. Ég var þeirrar gæfu að njótandi að sjá hljómsveitina í Parken Í Kaupmannahöfn í ágúst það ár. Þeir tónleikar (Pulse) eru með öllu ógleymanlegir. Þá sá ég Rick aftur á sviði þann 29 may 2006 með Gilmour félaga sínum úr Pink Floyd í The Royal Albert Hall í London. Hápunktur þeirra tónleika var að mínu mati er þeir tóku gamla lagið Echoes Þeir tónleikar voru teknir upp og gefnir út á DVD. Fyrir þá sem ekki voru í The Albert Hall þetta kvöld, þá er ekki tilviljun að diskurinn skuli heita "Remember that night"  og Rick á ríkan þátt í því.

 

Myndbandið er frá The Royal Albert Hall.

 


mbl.is Einn af stofnendum Pink Floyd látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband