Eiríkur og annað eyríki

Ég rak augun í grein Eiríks Bergmann í The Guardian og fannst hún virkilega góð eins langt og hún nær. Það  hafa einnig verið aðrar greinar í Guardian um hrunið hér heima og hverjum helst sé um að kenna. Ég hef verið að renna í gegnum bloggin sem greinunum hafa tengst og fundist þau misgáfuleg eins og gengur. En þessi athugasemd læt ég hér fljóta með sem mér finnst segja nokkuð mikið til um um það, hvað hratt skriðunni raunverulega af stað. Sem sagt; að ummæli Davíðs í frægum kastljósþætti hafi haft meiri vigt en eitthvað snakk Árna við Darming fjármálaráðherra í farsíma... Eða hvað finnst ykkur?

 

"This the third Guardian blog I've read on this subject, and I have been struck by a couple of things.

Taking all three blogs together, there have been well over 1000 comments posted, and

1) Almost every single Icelandic poster seems absolutely convinced that Darling and Brown are solely to blame for their problems.

2) Not a single person has even mentioned the name of the person at the heart of this entire mess - Mr David Oddsson, chairman of the Icelandic Central Bank.

Whilst it is patently obvious that the buffoon Brown did nobody any favours with his ill-tempered rant that hastened the downfall of Kaupthing, he was not responsible for the assets of UK investors being frozen, nor did he preside over the disastrous decisions made by Mr Oddsson and the CBI."

 

 


mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Atli. Þetta er góður punktur hjá þér. En vissulega hafa Darling og Brown farið offari. Hvað sem því líður þá er Seðlabankinn í hershöndum manna sem manni virðist ekki vita hvað þeir séu að gera. En rótinn af þessu öllu er að mínu áliti hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og, ekki síður, fjármálaeftirlitinu. Sjálfstæðisflokknum (eftir tugi ára í ríkisstjórn!) því hann lét hjá líða að gera setja reglur um markaðinn og fjármáleftirlitinu fyrir að sitja aðgeraðlaust hjá. Og auðvitað tengist þetta. Jónas Fr. Jónsson sem er forstjóri fjármálaeftirlitsins er annálaður frjálshyggjumaður úr Sjálfstæðisflokknum. Það þarf ekki bara að skipta um stjórn í Seðlabankanum heldur líka í fjármálaeftirlitinu. Og svo þarf náttúrulega að setja Sjálfstæðisflokkinn út á hliðarlínu í íslenski pólitík í mörg ár....

Kv. Helgi

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:00

2 identicon

Það eru nokkrar hraðritunar villur í þessu...en mönnum er heitt í hamsi...

kv. Helgi

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er viss um að þetta verður allt skoðað. En það verður engin ein niðurstaða svo mikið er víst. Þær verða fjölmargar og taka allar mið af þjóðfélagsstöðu viðkomandi og flokka-hagsmunum.

Ég hallast að skýringum Ólafs Ísleifssonar sem lesa má um í Fréttablaðinu í dag, um hvað olli hruninu... en hann segir þar m.a.

"Enn voru ekki öll sund lokuð gagnvart Kaupþingi. Sú staða breyttist að kvöldi þriðjudagsins
7. október þegar bankastjóri Seðlabankans lét í viðtali falla ummæli sem Richard Portes, prófessor við London Business School, segir hafa verið túlkuð svo að að ríkissjóður myndi ekki efna skuldbindingar sínar gagnvart breskum sparifjáreigendum. Auk þess var ítrekað tekið fram að fyrirgreiðsla Seðlabankans við Kaupþing væri til mjög skamms tíma og þannig gefið til kynna að bankinn stæði afar tæpt. Daginn eftir lækkaði Moody‘s lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um þrjú þrep, heilan flokk. STUNDAGLASIÐ TÆMT. Enginn þarf að fara í grafgötur um að ógætileg ummæli íslenskra ráðamanna um vanefndir lánaskuldbindinga rötuðu beina leið til Lundúna á örskotsstund. Í skjóli þessara ummæla hóf breska ríkisstjórnin leiftursókn
gegn íslenskum bönkum með beitingu hryðjuverkalaga í fruntalegustu árás sem breska heimsveldið hefur gert á hagsmuni sjálfstæðrar þjóðar á friðartímum.

Atli Hermannsson., 15.10.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 42937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband