Jón Magg yfirgefur Frjálslynda.

Jón Magnússon alþingismaður hefur sagt skilið við Frjálslynda flokkinn og er það miður - fyrir flokkinn. Eftir inngöngu þeirra félaga úr Nýju afli fyrir nokkrum árum breyttist ásýnd flokksins til hins betra. Þá varð ég fyrst bjartsýnn á að flokknum tækist loksins að gera sig gildandi og koma þeim breytingum á framfæri í sjávarútvegsmálum sem flokkurinn hafði sérstaklega barist fyrir.

Hér var kominn maður sem átti mjög auðvelt með að blanda geði við flokksfélagana og taka þátt í umræðum um hin ólíklegustu mál... var t.d duglegur að mæta á fundi í Skúlatúninu  - og þurfti ekki að taka sig út fyrir sviga.  Ég sá Frjálslynda flokkinn loks fyrir mér sem rótækan lýðræðislegan umbótaflokk þar sem umburðarlyndi fengi notið sín. Flokknum hafði einnig á sama tíma tekist að losa sig undan því að vera talinn hluti af fjölskyldu Sverris Hermannssonar og því enn meiri ástæða til bjartsýni. En raunin varð önnur og hvað sem Jón reyndi þá tókst honum ekki að skapa flokknum ásjónu umburðalyndis og víðsýnis...  og að lokum játaði hann sig sigraðan í baráttunni gegn stækri kreddufestu, þröngsýni og afturhaldi í þessum litla flokki.

Jón gerði margar tilraunir til þess að koma Evrópuumræðunni af stað innan flokksins. Hann fór mjög varlega og gætti þess vandlega að allir gætu bæði skilið hann og fylgt honum eftir. En það var alveg sama hversu frjálslyndum fræjum hann stráði að þau féllu öll í mykjuhaug fyrirfram ákveðinna skoðana og kreddufestu þeirra sem hann þurfti að hafa sem mest samskipti við. 

Eftir stendur þröngsýnt vinstra afturhald sem rígheldur sér í gömul gjaldþrota gildi... og getur ekki einu sinni hugsað sér að þjóðin fái að ráða því sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki.... Hvar er frjálslyndið í Frjálslynda flokknum?      


mbl.is Segir sig úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Jón út - Sturla inn - slétt skipti!

Björn Birgisson, 10.2.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Björn. Ég veit hvorki hversu slétt né feld þessi skipti eru. En ég hef að gamni mínu rennt yfir helstu bloggsíður þeirra sem kenna sig við Frjálslynda flokkinn. Og það skrítna er að það sér enginn ástæðu til þess að minnast einu aukateknu orði á það að ötulasti þingmaður flokksins hefur sagt sig úr honum. Af minna tilefni hafa menn bloggað. Mér finnst þetta í raun lýsandi fyrir það andlega harðlífi sem flokkurinn á við að stríða. Á heimasíðu flokksins er lítil aukafrétt um brotthvarf Jóns -  og tekið fram að fréttin sé úr Mogganum. Á hinn bóginn er flennistór mynd af Ragnheiði Ólafsdóttur ,í dálknum fréttir, um tímabundna afleysingu hennar á Alþingi.

Þögn XF bloggara um brotthvarf Jóns er því miður æpandi. 

Atli Hermannsson., 10.2.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Rannveig H

Atli ég kvitta alveg undir þessa færslu Gunnar Skúli Ármannsson/skulablogg/ hefur gert þessu ágæt skil sem ekki var vinsælt af flokkseigundum.Færslunnar eru undir heitinu Sturla í Frjálslyndaflokin og sú eldri Jón Magnússon og Frjálslyndiflokkurinn hvet þig til að lesa þær.

Kv Rannveig ein að mörgum fyrrverandi FF þó ég hafi ekki verið í Nýu Afli.

Rannveig H, 12.2.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Atli.

Ég sakna hvers félaga sem fer og á það við Jón eins og aðra.

Ég hefi átt góð samskipti við Jón Magnússon, og breytir engu þótt við höfum verið á öndverðum meiði um Evrópumál.

Það er mjög slæmt fyrir flokk að missa frá sér þingmann, það vita fáir betur en sú er þetta ritar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.2.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæl María. Og það er ekki eins og bara einhver einn maður yfirgefið flokkinn með brotthvarfi Jóns -  heldur fór önnur hliðin úr flokknum

Ég held satt að segja að það megi flauta landsþingið af rétt eins og þorrablótið. Þér að segja þá hefði ég mætt á þorrablótið. En vestur fer ég ekki. Þar verða eingöngu hardcore kverulantarnir eða þeir öfgafyllstu og umburðarminnstu í flokknum sem ég get ekki einu sinni hugsað mér að detta í það með.

Það verður örugglega fín klúbbastemning og gráupplagðar aðstæður til að stinga saman nefjum. Öldurótið eykst síðan á þriðja glasi og byrjað verður að lægja öldurnar á því sjötta. Því held ég að það liggi beinast við að breyta nafninu á flokknum í "rótarýklúbburinn"... eða vesturbandalagið 

Atli Hermannsson., 13.2.2009 kl. 10:15

6 Smámynd: Kolbeinn Már Guðjónsson

Það verður fínt að vera í Stykkishólmi. Jón fær allavega að fara á landsþing í Reykjavík! Þarf reyndar að skipta um skoðun á ansi mörgu, en verður liklega ekki vandamál.

Kolbeinn Már Guðjónsson, 19.2.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Efast ekki að það verður gaman í Stykkishólmi... og í rútunni á leiðinni heim, minnir mann á sveitaböllin. Bara að gleyma ekki að taka með sér söngbókina. Svo datt mér í hug vegna þess að þorrablótið var fellt niður að gestir geti tekið með sér bita og þá er rétta stemningin sem forustan er að reyna að skapa fullkomnuð. Án gríns, þá er það hugsunarhátturinn og hin geræðislega ákvörðun sem að baki ákvörðuninni liggur  sem fer í mína fínustu.

Þá er svo mikilvægt að að vekja sem mesta athygli fjölmiðla á fundinum sem ég sé ekki að leggi leið sína vestur. Man kannski enginn hvernig allt var á suðupunkti síðast... þannig á landsfundur að vera.... en ekki að halda hann i kyrrþey fjarri mannabyggðum - fáránlegt

Varðandi Jón Magnússon. Þá get ég ekki annað en glaðst fyrir hans hönd. Og vonandi býður hann sig fram aftur og kemst inn. En að hann þurfi að skipta um skoðun í einhverjum málum tel ég ekki vera rétt. Þess vegna fagna ég þessum vistaskskiptum og tel meiri líkur en áður að einhver af stefnumálum frjálslyndra þokist áfram veginn- sem er aðalatriðið. 

Atli Hermannsson., 19.2.2009 kl. 17:26

8 identicon

Ekkert að því að hafa þennan blessaða landsfund í Stykkishólmi, vonandi verður bara gott veður.
gott að komast úr þessari smáborg þar sem neikvæðni er númer 1 2 og 3.

á það að vera bara sjálfgefið að hafa þessa landsfundi í borg óttans?
þið getið bara alveg eins keyrt þangað og hinir sem koma af landi til rvk á fundi.

hættið svo þessu andskotans bulli og vitleysu, ef þið hafið áhuga á að starfa með flokknum og kynna fólki málefnum og stefnuskrá hans þá ættuð þið að eyða orku ykkar í það frekar en að vera með einhverja niðurrifsstarfssemi því eitthvað fór ekki eins og þið vilduð.

nú ef þið eruð ekki í þessum blessaða flokki og viljið ekki vinna að málefnum flokksins eða kynna þau þá er kannski spurning um fyrir ykkur að beina orku ykkar á annan veg.

og svaraðu þessu Atli....HVAÐ ER SVONA AÐ ÞVÍ AÐ HAFA FUNDINN Á STYKKISHÓLMI?

annars hafðu það bara gott :)

Arnar B. (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Arnar. Ákvörðunin um að halda fundinn í Stykkishólmi var ekki hvorki lýðræðislega tekin eða með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Heldur af nokkrum mönnum sem einhverra hluta vegna telja það mikilvægara að hafa þetta frekar minna í sniðum og lágstemmdara en síðast. - fjarri fjöldanum og fjölmiðlum.

Reykjavík er í alfaraleið og höfuðborg alls landsins -  að sögn þeirra sem ekki vilja að flugvöllurinn víki. Til Stykkishólms eiga engir leið um nema þeir sem ætla í Flóabátinn Baldur.

Atli Hermannsson., 20.2.2009 kl. 08:53

10 identicon

Sæll Atli

Í raun þá hef ég bara ekki heyrt neitt í fólki sem eru ósáttir við að hafa þetta í stykkishólmi nema þá að það sé bloggað um það og það eru ekki margir sem hafa bloggað um það eða verið neikvæðir út að hafa þetta þarna, eiginlega bara örfáir miðað við allan þann fjölda síðna sem ég hef lesið.

Sumir eru hissa á þessu en virða bara þessa ákvörðun og þar við situr, ég er einn af þeim sem hefði alveg viljað hafa þetta í rvk, en ég ræð því ekki og ætla ekki að væla eða kvarta yfir því OPINBERLEGA, ég tjái mig bara um það við einstaklinga innan flokksins.

Hafi fólk áhuga á að fylgja málefnum og stefnu flokksins þá væntanlega mætir það í stykkishólm.
Auðvitað munu fjölmiðlar mæta þarna, hver heldur að fjölmiðlar munu ekki koma? þetta er stjórnmálaflokkur og það landsfundur hjá honum, þeir mæta, hef enga trú á öðru.

En ertu ekki sammála því Atli, að við eigum frekar að vera jákvæð og koma málefnum og stefnu flokksins frekar áframfæri heldur en að vera endalaust að rífast um hver sagði hverjum hvað og afhverju. beita orkunni frekar á jákvæðan veg heldur en að halda áfram á því neikvæða?

Ertu ekki frekar sammála því?

með kveðju
Arnar

Arnar B. (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:18

11 Smámynd: Atli Hermannsson.

Arnar, Ég hef alltaf verið jákvæður og hef langlundargeð og umburðarlyndi langt umfram landsmeðaltal. Þá hef  ég ekkert verið að taka þátt í neinum leiðindum fyrir utan það sem ég hef verið skrifað á bloggsíðurnar... og einkennist það nú frekar af góðlátlegu gríni en að ég sé að fara á límingunum. 

Þykir bara miður ef ákveðnir menn eru algerlega að ástæðulausu og í einhverjum prívat og annarlegum tilgangi að gera fjöldanum í flokknum erfiðara fyrir.

Mig minnir að það hafi verið einhverjir 7-800 á síðasta landsfundi. Ef sami fjöldi eða svipaður næst í Stykkishólmi skal ég samþykkja að ákvörðunin var rétt. Á síðasta landsfundi tókst að losa flokkinn við Margréti Sverris og hennar stuðningsmenn. Nú er landsfundurinn ekki hafinn og nokkuð fyrirséð að stuðningsmenn Jóns Magnússonar, eða Nýtt afl eins og það leggur sig verður víðs fjarri. Það er eitthvað verulega mikið að... það er nokkuð ljóst.  

Atli Hermannsson., 20.2.2009 kl. 18:42

12 Smámynd: Kolbeinn Már Guðjónsson

Það er nú þannig og hefur verið að margir halda að þeir séu sjálfkjörnir til valda í litlum flokkum. Það er helsta mein nýrra og lítilla flokka. Ég á ekki vona á sama fjölda og á síðasta landsfundi, enda fór það langt fram úr öllum væntingum, enda var umgjörðinni ábótavant útaf smölun. Það er stutt að fara í hólminn, en virðist óendanlega langt fyrir margan höfuðborgarbúann.

Kolbeinn Már Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 18:58

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Það er stutt að fara í hólminn, en virðist óendanlega langt fyrir margan höfuðborgarbúann."

 Rétt hjá þér Kolbeinn og löngu vitað - þess vegna var Hólmurinn valinn.

Atli Hermannsson., 20.2.2009 kl. 23:58

14 identicon

Já, get svo sem alveg tekið undir það að sumt sem þú hefur nú sagt hefur verið í kímni, kannski frekar kaldhæðnislegt kímni? :) það er svo sem í góðu lagi ef fólk verður þá líka að hafa breitt bak og geta tekið því án þess að snúa því á hvolf og gera allt verra, því miður eru margir þannig.

varðandi síðasta landsfund Atli, þá hlýtur þú að hafa séð að það var ekkert venjuleg mæting.
ég var nú þar og ég sá fólk sem er í öðrum flokkum eða þá sem kom gagngert til þess að kjósa einhvern, sem sagt mér sýnist vera veruleg smölun.

ég myndi halda að ef það kæmi 400-500 manns á þennan landsfund sem verður núna í hólminum á laugardeginum einum þá finnst mér það bara stórkostleg mæting.

það er gott að þú hefur alltaf verið jákvæður, ég reyni alltaf að vera það, en stundum reynir það á í þessu atvinnuleysisástandi sem ég hef ekki upplifað áður, og það er slæmt að lenda í því núna að reyna koma undir sér þaki og sjá fyrir konu og barni. en maður verður samt að reyna að vera jákvæður, allavega fyrir geðheilsu manns sjálfans.

Hafðu það gott Atli.

Arnar B (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband