Gróf íhlutun?

Það er öllum ljóst sem fylgjast vel með ESB umræðunni eð Daniel Hannan þingmaður breska Íhaldsflokksins leggur mikið upp úr því að skera sig úr fjöldanum . Þetta er m.ö.o. hægri öfga týpa sem gjarnan er þversum í umræðunni. það er því kannski bara eðlilegt að hann skuli jafnt geta heillað nýfrjálshyggju strákana í Sjálfstæðisflokknum sem og fyrrverandi ráðherra Alþýðubandalagsins sáluga.   

Nú bloggar hann sem áður um hvað okkur Íslendingum sé fyrir bestu. Ég hef í sjálfu sér ekki merkilega mikinn áhuga á þvaðrinu í honum frekar en mörgum öðrum sem telja sig vita hvað okkur Íslendingum sé fyrir bestu. Heldur frekar hvað Heimsýnar bloggarar hafa um þetta síðasta innlegg hans í umræðuna að segja. Því þegar einhverjir kollegar hans, eða t.d stjórnmálaleiðtogar á Norðurlöndunum hafa verið að ráðleggja okkur heilt með því að ganga í ESB og taka upp evruna, Þá benda Heimsýnar bloggarar gjarnan á að það sé gróf íhlutun í okkar innanríkismál og mál þeim algerlega óviðkomandi. Hvað segja þeir nú?   


mbl.is Hannan: Fagnar minna fylgi ESB-aðildar meðal Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir eru búnir að fá nýjan andlegan leiðtoga. Þeir þurfa alltaf leiðtoga og hann má í þetta skipti vera útlendingur.

Finnur Bárðarson, 4.3.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þeir vinsa skemmtilega úr blessaðir það sem hentar þeim... t.d. er núna á heimasíðunni hjá Heimsýn tilvitnun í  Kenneth Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, sem segir t.d að Íslendingar geti þakkað sínum sæla fyrir að hafa ekki verið með evru sem gjaldmiðil þegar bankarnir féllu sl. haust. Ástandið hefði orðið miklu verra.

Ég býð því eftir því að sjá úttekt Gylfa Zoega á þessum ummælum Kenneth á heimasíðu Heimsýnar. En ummæli Kenneths voru bornar undir Gylfa Zoega í Speglinum á RÚV í dag. Þar gerir hann bara góðlátlegt grín af Kenneth og segist ekki skilja hvernig það gæti hafa farið verr hjá okkur - þar sem allt hafi farið á versta veg. Skora á alla að hlusta á viðtalið við Gylfa sem fór hreint á kostum í þessu viðtali. 

Atli Hermannsson., 5.3.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 42948

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband