Sjallar tvöfaldir í roðinu.

Að láta þjóðina kjósa fyrst um það hvort hún eigi að hefja viðræður við ESB eins og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til er dæmalaust dellumagarí. Því fyrri kosningin, kannski sú eina, getur ekki verið annað en skoðanakönnun þá vikuna sem hún fer fram. Því skoðanir almennings eru sífellt að breytast. Þær geta t.d. auðveldlega sveiflast milli vikna eftir fyrirsögnum í dagblöðum og því hversu vel andstæðingum aðildar gengur að koma hræðsluáróðri sínum á framfæri. Þá geta ritstjórar dagblaðanna einnig leikið sér að því að "teikna" það sem þeir vilja á útsíðurnar vikurnar fyrir kosningarnar og haft þannig bein áhrif í þá átt sem þeir kjósa.

Það er ekki fyrr en að aðildarviðræðum loknum sem raunhæft er að taka afstöðu. Staðreyndum málsins, samningnum sjálfum, verður þá milliliðalaust og án skrumskælingar hægt að koma beint til almennings. Þá fyrst verður hægt að afhjúpa hræðsluáróður íhalds- og afturhaldsaflanna sem áfram krefjast einka afnotaréttar að þjóðinni - fyrir sig og sína.  


mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband