Ekki öll nótt úti enn.

Það örlar loks undir að einhverjar breytingar verði gerðar á stjórnkerfi fiskveiða - hinu margrómaða kvótakerfi. Í raun átti ég fyrr von á dánartilkynningu Guðjóns Arnars en að hann yrði á einhvern hátt orðaður við sjávarútvegsráðuneytið úr þessu. Þá hélt ég að öll von væri úti um breytingar á kerfinu eftir að Frjálslyndi flokkurinn datt út af þingi nú síðast.

Ég var satt best að segja búinn að afskrifa þann möguleika að Jóni Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefði kjark í sér til að gera einhverjar breytingar frekar en forverar hans i ráðuneytinu. Að vísu setti hann á laggirnar nefnd um daginn sem endurskoða á fiskveiðikerfið -  en flestir nefndarmenn eru gamlir fastafulltrúar í nær öllum nefndum ráðuneytisins - og hafa verið það lengi. Til dæmis eru í nefndinni margir af þeim sem Árni Matt skipaði árið 2003 í nefnd um "líffræðilega stjórnun fiskveiða" sem engu hefur skilaði.

En batnandi græningjum er best að lifa; því í dag mátti lesa í Fréttablaðinu um merka "uppgötvun" nafna míns Atla Gíslasonar sem sæti á í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Atli sat ársfund Vestnorræna ráðsins sem lauk í Færeyjum á föstudaginn í síðustu viku. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál þjóðanna sem mynda ráðið: Færeyja, Grænlands og Íslands.

Uppgötvun Atla átti sér stað er hann ræddi við færeyska sjávarútvegsráðherrann um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið. Atli segir að mikið megi læra af færeyskum fiskveiðum; "þar þekkist brottkast til að mynda ekki"Við sem kynnt höfum okkur sókardagakerfi Færeyja höfum hins vegar vitað þetta síðan 1996.

En þess má geta að fyrir sex árum eða svo er Einar Kristinn Guðfinnsson var formaður sjávarútvegsnefndar, þá bauð þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja nefndinni til Færeyja til að kynna sér fiskveiðikerfi þeirra Færeyinga. Það þarf ekki að taka það fram að því boði var hafnað. 

 

 

     


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað í ósköpunum á Guðjón að gera undir hæl Jóns Bjarnarsonar ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæl Guðrún. Ég sé þetta ekki svona fyrir mér, enda erfitt að beygja Guðjóni undir eitthvað eins og þú veist. Þá hef ég meiri áhyggjur af Jóni, ef hann lenti undir öðrum hvorum hælnum á Guðjóni.

Atli Hermannsson., 1.9.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er þín skoðun Atli en hverju hefur Guðjón áorkað sem formaður FF, nema að koma flokknum út af þingi ?

Hverju áorkaði hann í fyrra flokki ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.9.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er eins og þú veist gjarnan hlutskipti þeirra sem eru í stjórnarandstöðu að láta fara minna fyrir sér. Þá er ég sammála þér, að það var sorglegt hvernig haldið var á málum undir það síðasta hjá flokknum - enda passaði ég mig á því að koma hvergi nálægt. En því ber svo sannarlega að fagna að Vinstri grænir virðast vera farnir að gefa fiskveiðitillögum frjálslyndra nokkra athygli.... ég segi bara loksins og sama hvaðan gott kemur.  

Atli Hermannsson., 1.9.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl verið þið bæði tvö. Það má segja að Jón hafi nú fast undir fæti þar sem Guðjón er. Það má deila um það hvort rétt sé að leggja Vinstri grænum lið eða ekki, en ég held að nokkuð margir hafi hlaupið yfir til þeirra frá okkur fyrir síðustu kosningar , í von um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Nú vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð og eru komnir með aðra löppina inn í Evrópusambandið. Ég hef það nú á tilfinningunni að Guðjón sjái þetta frekar fyrir sér sem vinnu við málefni sem honum er afar hugleikið heldur en starf hjá Jóni ráðherra Bjarnasyni. Hann hefur annað skap en ég og það er ágætt mál fyrir þjóðina. Varðandi það sem hann hefur áorkað þá má benda á að hann hélt úti baráttu um helsta hagsmunamál þjóðarinnar, kvótamálið, í áratug með tilvist flokksins á Alþingi. Það er lengri tími en flest sérframboð eða smáflokkar hafa gert, að ég best veit. Það er varla honum að kenna að vanhæfara fólk safnaðist í flokkinn og kom sér til valda. Það hefði kannski farið betur Atli ef þú hefðir ekki haldið þig til hlés og Guðrún María stefnt á varaformann í stað formanns og þá á forsendum hæfileika sinna en ekki kyns. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.9.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband