Systursamtök LÍÚ

Ég er ekkert hissa á þessum hörðu viðbrögðum. Því það er árlega gefin út heildarkvóti á makríl hér í hafinu í kringum okkur samkvæmt tillögum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu ICES sem Hafró er beinn aðili að.. Útdeiling á kvótanum er byggð á veiðireynslu skipa frá nokkrum ríkjum. Svo gerast breytingar í hafinu eins og gengur og allt fyllist hér af makríl. Því viljum við eðlilega fá að nýta hann.

Það sem rétthafar kvótans eru t.d. að horfa á núna er hvað muni gerast eftir nokkur ár. Mun þá makríllinn kannski verða horfinn út úr íslensku landhelginni. Gerist það er hábölvað fyrir þá að ESB verði búið að semja varanlega um tiltekið hlutfall af heildarkvótanum handa okkur Íslendingum. 

Við getum snúið þessu dæmi upp á loðnuna - okkar og norðmanna. Ef göngumynstur loðnunnar myndi skyndilega breytast og hún færi að veiðst í miklu magni í landhelgi Skota yrðum við eða svo sannarlega ekki hrifin af því. Þá yrðu okkar fyrstu viðbrögð alveg örugglega ekki þau að fara að semja við þá um tiltekna % af heildarkvótanum. Við myndum m.ö.o bíða með það og vona í lengstu lög að þetta nýja göngumynstur loðnunnar gengi til baka. Ef það gerðist og við búnir að semja, sætu við uppi með skoskar útgerðir með varanlega hlutdeild í loðnukvótanum - að óþörfu.

 Ath. Það er látið í það skýna að ESB sé að níðast á okkur, þegar það eru sérhagsmunaaðilar m.ö.o systursamtök LÍÚ sem eru að fara á límingunum útaf þessu máli. En að sjálfsögðu þarf að semja um þessa hluti rétt eins og aðra...  

 


mbl.is Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjarnir komnir

Það verður afskaplega fróðlegt að fylgjast með því hvernig alþingismenn, lögspekingar, LÍÚ, og ESB andstæðingar taka á þeirri frétt að erlendir aðilar séu orðnir stórir eigendur í íslenskri útgerð. Þessi frétt kom mér ekkert á óvart nema er vera skildi að það eru Kínverjar en ekki íbúar einhvers ESB ríkis sem hlut eiga að máli. Ég hef lengi vitað að fjárfestingar útlendinga sé leyfileg og hef víða bloggað um það á undanförnum árum án þess að fá nokkur einustu viðbrögð við því.

Það hefur nefnilega hver ráðamaðurinn af fætur öðrum þrásteglast á því á opinberum vettvangi að erlendar fjárfestingar séu með öllu bannaðar í íslenskum útgerðum. Í fréttinni í kvöld var sagt að samkvæmt lögum megi erlendir aðilar eiga allt að 25% í íslenskum útgerðum. Það er rangt; því erlendir ríkisborgarar mega eiga allt að 49.9 % í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. Ég hef lengi furðað mig á því að heyra hvern stjórnmálamanninn af fætur öðrum lýsa algjörri fáfræði sinni hvað þetta varðar. Nokkrir ráðherrar hafa meira að segja notað "bannið" sem rök gegn því að ganga í ESB vegna þess að þá myndi óhjákvæmilega opnast fyrir erlenda fjárfestingu. Nægir að nefna Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. En forveri hans Árni Mathiessen, virðist hafa vitað betur eins og hluti úr ræðu sem hann flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 6. Október árið 2000 ber með sér.     

"Á undanförnum vikum hafa á opinberum vettvangi verið ræddar hugmyndir um að opna fyrir erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég tel að þessi umræða hafi verið afar gagnleg. Ég hef rætt þetta í tengslum við útrásina svokölluðu, hvort breytingar í þessu veru myndu auðvelda hana. Nú er það svo að erlendir aðilar geta átt allt að 49.9% í íslensku fyrirtæki, með óbeinni eignaraðild. Í umræðunni hefur komið fram að þeir möguleikar sem opnir eru hér á landi hafa ekki verið nýttir og jafnvel lítið verið reynt að nýta þá".


mbl.is Kínverjar fjárfesta í íslenskri útgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur dagur.

Það er alveg sérlega glæsileg tilviljun að leiðtogar Evrópusambandsins ætli að samþykkja að hefja viðræður við okkur Íslendinga á sjálfan 17. júni.

Þetta markar nýtt upphaf í hinni raunverulegu sjálfstæðisbaráttu okkar sem hver einstaklingur hlýtur að setja i forgang umfram einhverja óljósa þjóðhollustu sem enginn kann að skýra - nema sem þjónkun við einhver sérhagsmunaöfl og gróðahyggju forréttindaklíka.

Mitt sjálfstæði er allavega verulega skert með því einu að búa við gjaldeyrishöft og gjaldmiðil sem hvergi er skráður nema hjá þeim þremur bönkum sem sameiginlega standa á bak við eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.

Þeir sem ekki vilja heyra það góða sem líklega mun koma út úr aðildarviðræðum við ESB; vinsamlega lækkið í tækjunum á meðan. 


mbl.is Blásum í herlúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Asíur

Gríðarmiklar skuldir eru að sliga Japani og hætta á hruni blasir við. Ástæðuna telur Cashajeni fjármálaráðherra að rekja megi til veru þeirra í Asíusambandinu ASB. Þá telur hann að stýrivextir í sambandinu taki ekki nægjanlega mið af þeirra hagskerfi. Því sé rót vandans ótvírætt sameiginlegur gjaldmiðill sambandsins (asíur). Þá er sagt í Japanska Fréttablaðinu í morgun að verulega miklar líkur séu taldar á því að ástandið teygi sig um allt "asíska efnahagssvæðið - með hroðalegum afleiðingum fyir alla íbúa á asíusvæðinu.      


mbl.is Hætta á hruni í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður í boði stjórnvalda.

Eftirfarandi saga er dæmi um það hverslags svívirða er látin viðgangast gagnvart ungu fólki sem hefur verið að koma sér upp heimili. Það eru bráðum sjö ár síðan yngri sonur minn keypti sér sína fyrstu íbúð. Svo stækkaði hann við sig tveimur árum síðar en fór gætilega. Allir aukapeningar hans hafa farið í að laga og betrumbæta undanfarin ár. Þá hef ég einnig létt undir. Ég man að um mitt ár 2008 taldi hann sig eiga 7 milljónir í íbúðinni. En vegna breyttra aðstæðna og framhaldsnáms sem hann stundar erlendis um þessar mundir varð hann að selja íbúðina um daginn. Það skal tekið fram að söluverð íbúðarinnar lækkað aðeins um 1 milljón frá því sem hann mat íbúðina árið 2008. En verðtryggða lánið sem hvílir á íbúðinni hefur hækkað svo gríðarlega að eign hans er með öllu horfin.

Ég vil meina að hann hafi verið rændur af lánastofnun sem hefur leyfi stjórnvalda til þess. Í hans tilfelli verður ekki spurt að "úrræðum" því hann tilheyrir ekki neinum tilteknum "flokki" skuldara sem bíða sér lausna.

Það er göfugt, eða hitt þó heldur, að endurreisa bankakerfið með eignaupptöku af þessu tagi.

 


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindó, alveg að missa sig

Maður er fyrir löngu búinn að missa þráðinn varðandi flokka-ruglið Grindavík. Hvað eru annars búnir að vera margir meirihlutar og bæjarstjórar þar síðastliðin 10 ár? En bullið sýnir þó svo ekki verður um vilst að flokkapólitíkin á bara ekki við í litlu bæjarfélagi eins og Grindavík. Mér er allavega alveg lífsins ómögulegt að koma auga á eitthvað hægra og vinstra. Að sjálfsögðu á bara að vera einfalt persónukjör þar sem allir eru á sama listanum... þannig eru þeir hæfustu valdir sem verða að koma sér saman um að stjórna og geta því ekki verið að leika sér í þessum flokkspólitíska hnífabardaga sem enginn skilur hvorki upp né niður í. 


mbl.is Nýr meirihluti líklega í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki útilokað

Ekki útilokað að bætt verði við kvótann sagði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Hann vill að ákvörðum um slíkt verði byggð á fullnægjandi gögnum og sterkum rökum. Ef Jón ætlar að byggja ákvörðun sína á gögnum frá Hafró þá geta menn gleymt aukningu strax. Þau gögn Hafró sem lögð voru til grundvallar aflaheimildum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár eru síðan í mars. Þá hlýtur það að teljast verulega vafasamt að Hafrannsókn skuli meta stofnstærðir og ráðleggja veiðiþol stofna á upplýsingum á flokkuðum fiski - kvótakerfið er nefnilega flokkunarkerfi þar sem skip og bátar hámarka verðmætin áður en að landi er komið. Þá gerir magn og samsetning þess sem fleygt er ásamt "kvótasvindli" veiðistuðulinn ómarktækan. Því stofnstærðir eru ekki fundnar með raun-talningu eins og margir kunna að halda, heldur með umdeildu togararalli, ómarktækum veiðistuðli og ágiskuðum 18% náttúrulegum dánarstuðli -  Því er kvótum útdeilt til allt að eins og hálfs árs fram í tímann - á grundvelli rangra upplýsinga úr fortíðinni.... erum við að tala um vísindi?           
mbl.is Útilokar ekki aukinn kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur veldur vonbrigðum.

Ögmundur hefur mér alltaf fundist heldur þurrkuntulegur persónuleiki. Það álit mitt breyttist ekki við að hlusta á fjögur fréttirnar. Þar var hann í löngu viðtali, en eins og svo oft áður tók hvert svar hjá honum svo langan tíma að ég var löngu búinn að gleyma bæði spurningunni og fyrripartinum er að næstu spurningu kom. Ég náði því þó að afsögnin mun að hans sögn snúast um "prinsip" sem þó mun engin áhrif hafa á stuðning hans við ríkisstjórnina. Þá mun afsögn hans ekki breyta neinu í væntanlegri atkvæðagreiðslu í þinginu um Icesave, ef og þegar til hennar kemur -  afstaða hans hefur legið fyrir síðan áður en hann tók við ráðherraembætti. Svo hvað er Ömmi eiginlega að gera? Hann er að flýja af vettvangi og bregðast trausti. Hann vill ekki að hans persóna verði í sögubókum spyrt við mesta niðurskurð í heilbyrðiskerfinu sem um getur og kynntur verður á morgun. Þó hann sé líklega best til þess fallinn af öllum þingmönnum að gegna þessu embætti, Þá hefur því miður komið á daginn að honum er ekki treystandi.    
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki öll nótt úti enn.

Það örlar loks undir að einhverjar breytingar verði gerðar á stjórnkerfi fiskveiða - hinu margrómaða kvótakerfi. Í raun átti ég fyrr von á dánartilkynningu Guðjóns Arnars en að hann yrði á einhvern hátt orðaður við sjávarútvegsráðuneytið úr þessu. Þá hélt ég að öll von væri úti um breytingar á kerfinu eftir að Frjálslyndi flokkurinn datt út af þingi nú síðast.

Ég var satt best að segja búinn að afskrifa þann möguleika að Jóni Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefði kjark í sér til að gera einhverjar breytingar frekar en forverar hans i ráðuneytinu. Að vísu setti hann á laggirnar nefnd um daginn sem endurskoða á fiskveiðikerfið -  en flestir nefndarmenn eru gamlir fastafulltrúar í nær öllum nefndum ráðuneytisins - og hafa verið það lengi. Til dæmis eru í nefndinni margir af þeim sem Árni Matt skipaði árið 2003 í nefnd um "líffræðilega stjórnun fiskveiða" sem engu hefur skilaði.

En batnandi græningjum er best að lifa; því í dag mátti lesa í Fréttablaðinu um merka "uppgötvun" nafna míns Atla Gíslasonar sem sæti á í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Atli sat ársfund Vestnorræna ráðsins sem lauk í Færeyjum á föstudaginn í síðustu viku. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál þjóðanna sem mynda ráðið: Færeyja, Grænlands og Íslands.

Uppgötvun Atla átti sér stað er hann ræddi við færeyska sjávarútvegsráðherrann um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið. Atli segir að mikið megi læra af færeyskum fiskveiðum; "þar þekkist brottkast til að mynda ekki"Við sem kynnt höfum okkur sókardagakerfi Færeyja höfum hins vegar vitað þetta síðan 1996.

En þess má geta að fyrir sex árum eða svo er Einar Kristinn Guðfinnsson var formaður sjávarútvegsnefndar, þá bauð þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja nefndinni til Færeyja til að kynna sér fiskveiðikerfi þeirra Færeyinga. Það þarf ekki að taka það fram að því boði var hafnað. 

 

 

     


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni eða Páll

Það virðist því miður vera almennt einkenni á stjórnmálamönnum að þeim er fyrirmunað að átta sig á hugtökum eins og jafnræði og réttlæti. Þeir skreyta sig að sjálfsögðu með þess háttar hugtökum eins og Árni Páll gjarnan gerir, en því fer víðs fjarri að framganga hans endurspegli það. Ein fárra undantekninga er Lilja Mósesdóttir sem vill almennar afskriftarreglur fremur en að látið verði duga að einstaklingar verði skornir niður úr gálganum um það leyti er það byrjar að blána.

Árni Páll og fleiri ættu sem fyrst að gera sér grein fyrir að það verður aldrei nein sátt í þjóðfélaginu á meðan einstaklingum er mismunað - ekki frekar en með kvótakerfið sem 80% þjóðarinnar er ósátt við.

Sem dæmi um óréttlæti og mismunum sem er algerlega ólíðandi; er að þeir einstaklingar sem settu sparifé sitt í áhættufjárfestingu eins og peningamarkaðssjóðina skuli hafa njótið ríkisbyrgðar á áhættu sinni, þegar þeir einstaklingar sem settu sparnað sinn í húsnæði fyrir fjölskyldu sína -  megi kenna sjálfu sér um heimskuna. 


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 42939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband