17.1.2011 | 00:44
Fiski er hent í kvótakerfi.
Á heimasíðu LÍÚ hefur síðustu daga mátt sjá myndband sem sjónvarpskokkurinn Hugh Fearnley-Wittingstall hefur gert um brottkast fiskjar sem sagt er vegna reglna Evrópusambandsins.
Það væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess hvernig LÍÚ brást við þegar Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason ljósmyndari fóru fyrir nokkrum árum í róður með Bjarma BA og tóku af því myndir þegar skipverjar í aðgerð voru að henda fiski í íslenska kvótakerfinu.
Þá brást LÍÚ mjög illa við og sagði að um sviðsetningu væri að ræða í þeim eina tilgangi að sverta kvótakerfið. Því snérist umræðan ekki um þær brotalamir sem innbyggðar eru í kvótakerfið; heldur að um fölsun og sviðsetningu væri að ræða sem ekki væri takandi mark á.
Í þessari mynd stilla hins vegar nokkrir ESB sjómenn sér upp fyrir framan myndavélarnar eftir að hafa fyrst komið fiskinum fyrir í körfum tilbúnum til að henda aftur í hafið. Þetta er sagt vera dæmi um það hversu hrikalegt fiskveiðikerfi ESB er - og ekki minnst á sviðsetningu.
En það þarf ekki neina ofurgreind til að átta sig á þeim tvískinnungi og þeirri hræsni sem einkennir LÍÚ enda kvótakerfi bæði hér og þar. Heldur er þetta enn ein staðfestingin á því hversu léleg samtök LÍÚ er og hvaða aðferðum þau eru tilbúin að beita í herferð sinni gegn ESB inngöngu.
![]() |
Ekkert nýtt í tillögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2010 | 01:14
Vinstri grænir enn úti á túni - þó komið sé haust.
Morgunblaðið á ekki að ýta undir eða stuðla að því að þegnar þessa lands séu að gera sig að kjánum fyrir framan alþjóð - sérstaklega ekki að nafngreina fólk að óþörfu.
Mér sýnist nefnilega að það sem sameinar þessa einstaklinga VG séu einhverjir örðugleikar sem heilbrigðiskerfið ætti auðveldlega að ráða við - ef ekki verður skorið meira niður. Það lýsir sér í því; að það virðist vera nákvæmlega sama hvað Nei-sinnar eru oft leiðréttir og mikið af gögnum og upplýsingum borið á borð fyrir þá; að það líður ekki dagurinn að sömu stöðluðu frasarnir eru komnir á loft eins og meðfylgjandi áskorun ber með sér.
Ég þori að fullyrða að aðeins brot af þessu fólki veit eitthvað um Lissabonsáttmálann sem það ber svo oft fyrir sig. Þá hljómar það líka eins og það viti ekkert um hið svokallaða "aðlögunarferli" enda ekki nefnt eitt einasta dæmi því ferli til staðfestingar. Svo ég tali nú ekki um þegar það nefnir " engar undanþágur" frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og efni því tengdu. Þar eru flestir því miður algerlega úti á túni. Og af hverju fullyrði ég það; jú af fenginni reynslu þá veit ég að allur almenningur í landinu veit sama og ekkert um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið - og því er auðvelt að draga þá ályktun að það sé enn verr að sé um málefni tengdu hinni sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB.
Ég sé ekkert að því að fólk kjósi gegn aðild þegar þar að kemur. En það á alveg að vera nóg að segjast gera það af hugsjóna ástæðum. Það er alla vega meiri reisn í því en að leggja sig í framkróka við að skrumskæla sannleikann í hvert skipti sem það tjáir sig um þessi mál.
![]() |
Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2010 | 15:19
Ekki ein báran stök.
Það sem er að gerast í þessu makrílmáli, er að erlendir útgerðir sem hafa verið að nýta makrílinn síðustu áratugi eru að þrýsta á sína eigin sjávarútvegsráðherra að gera eitthvað í sjálftökuveiðum okkar Íslendinga. Þeir bera málið svo áfram inn í sjávarútvegsnefnd ESB sem verður eðlilega að bregðast við - enda í vinnu fyrir þá en ekki okkur.
Þegar menn falla í þá ómerkilegu gryfju að ófrægja ESB vegna þess eins að stjórna þarf veiðum úr sameiginlegum fiskstofnum sambandsríkja. Þá er gott að hafa það í huga, að það þyrfti eftir sem áður að taka sameiginlegar ákvarðanir með nákvæmlega sama hætti - byggðar á veiðireynslu - þó ESB yrði lagt niður og skrifstofunni lokað í Brussel. Þá telja margar þessar erlendu makríl útgerðir sem mótmæla hvað harðast veiðum okkar, að á undanförnum árum hafi þeir verið skertir til að byggja upp stofninn svo þeir geti veitt meira seinna. Þess vegna finnst þeim eðlilega undarlegt að loks þegar það gerist að þá fari aukningin í hundskjaft - og rúmlega það.
Það sem vefst eðlilega fyrir mörgum að skilja er kemur að því að semja við okkur Íslendinga; er það sem kallað er hlutfallslegur stöðugleiki - og hefur verið margtuggið hér. En það lýsir sér í því að ef ganga á til samninga við Íslendinga um hlutdeild í heildarveiðinni þá verði það ekki gert nema með því að minnka hlutdeild annarra.
Þetta ætti LÍÚ alla vega að skilja; en eins og við vitum má ekki nefna það að auka lítillega hlutdeild bátaflotans í þorskinum hér heima - þá benda þeir strax á að það sé verið að taka það frá þeim - sem búnir eru að taka á sig skerðingu - til að geta veitt meira seinna..
Viljum við kannski að regla CFP um hlutfallslegan stöðugleika verði lögð af?
![]() |
Spáir makrílstríði" við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.7.2010 | 12:21
Systursamtök LÍÚ
Ég er ekkert hissa á þessum hörðu viðbrögðum. Því það er árlega gefin út heildarkvóti á makríl hér í hafinu í kringum okkur samkvæmt tillögum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu ICES sem Hafró er beinn aðili að.. Útdeiling á kvótanum er byggð á veiðireynslu skipa frá nokkrum ríkjum. Svo gerast breytingar í hafinu eins og gengur og allt fyllist hér af makríl. Því viljum við eðlilega fá að nýta hann.
Það sem rétthafar kvótans eru t.d. að horfa á núna er hvað muni gerast eftir nokkur ár. Mun þá makríllinn kannski verða horfinn út úr íslensku landhelginni. Gerist það er hábölvað fyrir þá að ESB verði búið að semja varanlega um tiltekið hlutfall af heildarkvótanum handa okkur Íslendingum.
Við getum snúið þessu dæmi upp á loðnuna - okkar og norðmanna. Ef göngumynstur loðnunnar myndi skyndilega breytast og hún færi að veiðst í miklu magni í landhelgi Skota yrðum við eða svo sannarlega ekki hrifin af því. Þá yrðu okkar fyrstu viðbrögð alveg örugglega ekki þau að fara að semja við þá um tiltekna % af heildarkvótanum. Við myndum m.ö.o bíða með það og vona í lengstu lög að þetta nýja göngumynstur loðnunnar gengi til baka. Ef það gerðist og við búnir að semja, sætu við uppi með skoskar útgerðir með varanlega hlutdeild í loðnukvótanum - að óþörfu.
Ath. Það er látið í það skýna að ESB sé að níðast á okkur, þegar það eru sérhagsmunaaðilar m.ö.o systursamtök LÍÚ sem eru að fara á límingunum útaf þessu máli. En að sjálfsögðu þarf að semja um þessa hluti rétt eins og aðra...
![]() |
Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2010 | 02:30
Kínverjarnir komnir
Það verður afskaplega fróðlegt að fylgjast með því hvernig alþingismenn, lögspekingar, LÍÚ, og ESB andstæðingar taka á þeirri frétt að erlendir aðilar séu orðnir stórir eigendur í íslenskri útgerð. Þessi frétt kom mér ekkert á óvart nema er vera skildi að það eru Kínverjar en ekki íbúar einhvers ESB ríkis sem hlut eiga að máli. Ég hef lengi vitað að fjárfestingar útlendinga sé leyfileg og hef víða bloggað um það á undanförnum árum án þess að fá nokkur einustu viðbrögð við því.
Það hefur nefnilega hver ráðamaðurinn af fætur öðrum þrásteglast á því á opinberum vettvangi að erlendar fjárfestingar séu með öllu bannaðar í íslenskum útgerðum. Í fréttinni í kvöld var sagt að samkvæmt lögum megi erlendir aðilar eiga allt að 25% í íslenskum útgerðum. Það er rangt; því erlendir ríkisborgarar mega eiga allt að 49.9 % í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. Ég hef lengi furðað mig á því að heyra hvern stjórnmálamanninn af fætur öðrum lýsa algjörri fáfræði sinni hvað þetta varðar. Nokkrir ráðherrar hafa meira að segja notað "bannið" sem rök gegn því að ganga í ESB vegna þess að þá myndi óhjákvæmilega opnast fyrir erlenda fjárfestingu. Nægir að nefna Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. En forveri hans Árni Mathiessen, virðist hafa vitað betur eins og hluti úr ræðu sem hann flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 6. Október árið 2000 ber með sér.
"Á undanförnum vikum hafa á opinberum vettvangi verið ræddar hugmyndir um að opna fyrir erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég tel að þessi umræða hafi verið afar gagnleg. Ég hef rætt þetta í tengslum við útrásina svokölluðu, hvort breytingar í þessu veru myndu auðvelda hana. Nú er það svo að erlendir aðilar geta átt allt að 49.9% í íslensku fyrirtæki, með óbeinni eignaraðild. Í umræðunni hefur komið fram að þeir möguleikar sem opnir eru hér á landi hafa ekki verið nýttir og jafnvel lítið verið reynt að nýta þá".
![]() |
Kínverjar fjárfesta í íslenskri útgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2010 | 13:33
Glæsilegur dagur.
Það er alveg sérlega glæsileg tilviljun að leiðtogar Evrópusambandsins ætli að samþykkja að hefja viðræður við okkur Íslendinga á sjálfan 17. júni.
Þetta markar nýtt upphaf í hinni raunverulegu sjálfstæðisbaráttu okkar sem hver einstaklingur hlýtur að setja i forgang umfram einhverja óljósa þjóðhollustu sem enginn kann að skýra - nema sem þjónkun við einhver sérhagsmunaöfl og gróðahyggju forréttindaklíka.
Mitt sjálfstæði er allavega verulega skert með því einu að búa við gjaldeyrishöft og gjaldmiðil sem hvergi er skráður nema hjá þeim þremur bönkum sem sameiginlega standa á bak við eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.
Þeir sem ekki vilja heyra það góða sem líklega mun koma út úr aðildarviðræðum við ESB; vinsamlega lækkið í tækjunum á meðan.
![]() |
Blásum í herlúðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.6.2010 | 10:23
Asíur
Gríðarmiklar skuldir eru að sliga Japani og hætta á hruni blasir við. Ástæðuna telur Cashajeni fjármálaráðherra að rekja megi til veru þeirra í Asíusambandinu ASB. Þá telur hann að stýrivextir í sambandinu taki ekki nægjanlega mið af þeirra hagskerfi. Því sé rót vandans ótvírætt sameiginlegur gjaldmiðill sambandsins (asíur). Þá er sagt í Japanska Fréttablaðinu í morgun að verulega miklar líkur séu taldar á því að ástandið teygi sig um allt "asíska efnahagssvæðið - með hroðalegum afleiðingum fyir alla íbúa á asíusvæðinu.
![]() |
Hætta á hruni í Japan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 22:14
Þjófnaður í boði stjórnvalda.
Eftirfarandi saga er dæmi um það hverslags svívirða er látin viðgangast gagnvart ungu fólki sem hefur verið að koma sér upp heimili. Það eru bráðum sjö ár síðan yngri sonur minn keypti sér sína fyrstu íbúð. Svo stækkaði hann við sig tveimur árum síðar en fór gætilega. Allir aukapeningar hans hafa farið í að laga og betrumbæta undanfarin ár. Þá hef ég einnig létt undir. Ég man að um mitt ár 2008 taldi hann sig eiga 7 milljónir í íbúðinni. En vegna breyttra aðstæðna og framhaldsnáms sem hann stundar erlendis um þessar mundir varð hann að selja íbúðina um daginn. Það skal tekið fram að söluverð íbúðarinnar lækkað aðeins um 1 milljón frá því sem hann mat íbúðina árið 2008. En verðtryggða lánið sem hvílir á íbúðinni hefur hækkað svo gríðarlega að eign hans er með öllu horfin.
Ég vil meina að hann hafi verið rændur af lánastofnun sem hefur leyfi stjórnvalda til þess. Í hans tilfelli verður ekki spurt að "úrræðum" því hann tilheyrir ekki neinum tilteknum "flokki" skuldara sem bíða sér lausna.
Það er göfugt, eða hitt þó heldur, að endurreisa bankakerfið með eignaupptöku af þessu tagi.
![]() |
Lánin færð yfir á hálfvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 13.3.2010 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2009 | 15:20
Grindó, alveg að missa sig
Maður er fyrir löngu búinn að missa þráðinn varðandi flokka-ruglið Grindavík. Hvað eru annars búnir að vera margir meirihlutar og bæjarstjórar þar síðastliðin 10 ár? En bullið sýnir þó svo ekki verður um vilst að flokkapólitíkin á bara ekki við í litlu bæjarfélagi eins og Grindavík. Mér er allavega alveg lífsins ómögulegt að koma auga á eitthvað hægra og vinstra. Að sjálfsögðu á bara að vera einfalt persónukjör þar sem allir eru á sama listanum... þannig eru þeir hæfustu valdir sem verða að koma sér saman um að stjórna og geta því ekki verið að leika sér í þessum flokkspólitíska hnífabardaga sem enginn skilur hvorki upp né niður í.
![]() |
Nýr meirihluti líklega í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 16:19
Ekki útilokað
![]() |
Útilokar ekki aukinn kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 44301
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar