8.2.2008 | 19:05
Sikileyjarvörn
Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag föstudag og rekur sögu kvótakerfisins með nokkuð frjálslegum hætti svo ekki sé meira sagt. Hann byrjar t.d. strax í fyrstu málsgrein á þvælu en ekki staðreyndum. Helgi segir: "Þegar aflabrestur varð í þorskveiðum á árunum 1982-1983 sem og umtalsverður taprekstur í fiskveiðum náðist samstaða á meðal hagsmunaðila og stjórnvalda um að taka upp breytta stjórn botnfiskveiða fyrir árið 1984."
Það var enginn aflabrestur. En ef Helgi vill endilega kalla 388 þúsund tonna afla 1982 og 300 þúsund tonn 1983 aflabrest. Hvað kallar hann þá 130 þúsund tonn eftir 25 ára þrotlausa uppbyggingu? ...kannski besta kerfi í heimi?
Þá segir Helgi Áss m.a. þetta undir millifyrirsögninni atvinnufrelsið og ofveiðivandinn 1984-1990. "Atvinnufrelsið á tímabilinu 1984-1990 átti þátt í að samtals var landað 440 þúsund tonnum af óslægðum þorski umfram það sem ráðherra hafði ákveðið sem heildaraflaviðmiðun og 635 þúsund tonnum umfram það sem Hafrannsóknarstofnun hafði mælt með."
Ef við skoðum stofnmat þorsks, aflann og ráðgjöfina á þessu "hræðilega tímabili" - að mati Helga. Þá var stofnmat þorsks árið 1984 900 þúsund tonn. Til ársins 1990 var á hverju ári farið 31% -38% frammúr ráðgjöf Hafró. En þrátt fyrir alla frammúrkeyrsluna stækkaði stofninn á milli einstakra ára og var 834 þúsund tonn 1990 - eða því sem næst það sama og 1984. En þá barði þáverandi Sjávarútvegsráðherra í borðið og tók fyrir framúrkeyrsluna í eitt skipti fyrir öll. Nú átti að sýna ábyrgð og festu og koma þorskstofninum í áður þekktar hæðir. En söguna þekkjum við... Síðastliðin 18 ár hefur verið farið 94% eftir ráðgjöf Hafró... með þeim afleiðingum að það stefnir í sögulegt lágmark.
Því skora ég á Helga Áss. að útskýra hér fyrir neðan í hverju "glæpurinn" er fólginn.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur Helgi Áss nokkuð skilað læknisvottorði nýlega?
Það varð Ólafur F. að gera og er þó bara borgarstjóri.
Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 19:24
Nei Árni, ég held að Helgi hafi ekki verið krafinn þess þrátt fyrrir þekkta andlega veilu hjá fyrrum kollega hans. En "ólyginn" sagði mér að sést hafi til hans með annars konar pappír í hendi. Ef ég á að skjóta á hvað það gæti hafa verið, þá held ég að það hafi verið "sópranó-umslag" merkt LÍÚ með litlum stöfum í hægra horninu neðst. Enda gengur sú samlíking betur upp þegar Sikiley, sérhagsmunir og mafían kemur upp í hugann.
Atli Hermannsson., 8.2.2008 kl. 20:31
Hvort er það hlutverk Helga Áss að ræða fiskifræði eða lögfræði? Miða við þvæluna er hann óhæfur í hvoru tveggja. Þetta er sama þvælan og hann hélt fram í fyrirlestri við Háskólann á Akureyri nýlega. Ég held ég fari rétt með að boðað hafi verið til umræðu um álit mannréttindanefndarinnar, sem fór eitthvað minna fyrir og allt í einu var Helgi Áss orðin sérfræðingur í veiðum og ráðgjöf.
Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 23:29
Halli. Ég er ekkert hissa á því að Helgi sé nú þegar orðinn sérfræðingur í ráðgjöf, veiðum og vinnslu. Hvernig var þetta ekki annars með hann Hannes Hólmstein. Hann las sig eitthvað til, að vísu hraðlæs og lagðist svo í víking og flutti erindi um ágæti fiskveiðikerfisins af miklum móð í háskólum víða um heim.... ekki málið.
Atli Hermannsson., 9.2.2008 kl. 00:30
Já, það væri gaman að heyra þorskmeistarann... ég meina skák meistarann útskýra betur hvað hann á við með að kerfið hafi þjónað sínum tilgangi. Við skulum ekki gleyma því að upprunalega kvótakerfið var ekki samið af embættismönnum eða pólitíkusum heldur á LÍÚ þingi sem alþingi gleypti svo við án umhugsunar. Annars var gaman að sjá í blöðunum í dag að smábáta sjómenn úti á landi eru farnir að setja baráttu mál okkar í xf á oddinn. Þeir hafa farið fram á stuðning bæjarstjórna við hugmyndina um að allir geti róið með tvær rúllur.
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:22
Sæll Helgi, Helga Hallvarðs. Ég hef einmitt verið að ræða þetta atriði við menn síðustu daga, þ.e.a.s. að opna kerfið með tveim rúllum og þeim skilyrðum að viðkomandi ljúki Slysavarnaskólanum og pungaprófi eins og er í tillögum Frjálslyndra. Þetta myndi leysa þvílík vandamál allt í kringum landið að ekkert væri betra. Þá færi það líklega langleiðina í að uppfylla kröfur Mannréttindadómstólsins.
En taktu eftir Helgi, þú færð ekki Landsamband smábáta til að taka undir þetta. Þeir eru nefnilega í dag undir sömu sökina seldir og LÍÚ. Að gæta...sérhagsmuna...aðildarfélaga sinna sem eiga kvóta sem hægt er að koma í verð. Þá er smáborgarhátturinn víða á því stiginu í sumum sjávarþorpum á landsbyggðinni, að margir sem eiga eitthvað smá... geta ekki unnt sveitunga sínum að komast upp að hliðinni á sér. En verum bjartsýnir.
Atli Hermannsson., 12.2.2008 kl. 20:35
Sæll.
Við Frjálslynd þyrftum að bjóða lögmanningum á sjó með tvær rúllur við tækifæri og fræða hann í leiðinni um kerfið og ágalla þess.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.