Siglingin.

Við skötuhjúin, ég og Ingibjörg brugðum undir okkur betri fætinum um daginn og drifum okkur ásamt kunningjahóp í siglingu um Karabíska. Þetta var enginn smábátur sem við fórum með heldur annað stærsta skemmtiferðaskip veraldar, 138 þúsundir tonn (svipað og þorskkvótinn) Eins og ég sagði var um betri fótinn að ræða hjá okkur (dansfóturinn). En þessi hópur samanstóð af "sex" hjónum sem saman hafa verið í dansi hjá Dansskóla Heiðars í bráðum 10 ár. (já ég leyni á mér) Við flugum til Orlando og vorum þar í tvo daga áður en haldið var frá Port Canaveral sem er í klukkutíma akstri frá. Skipið hét Mariner of the Seas og tilheyrir The Royal Carabbian sem er að stærstum hluta í eigu Norðmanna. Þetta var sjö daga sigling þar sem farið var í land á þremur stöðum. Costa Rica, St. Martiner og St. Tomas sem tilheyra Jónfrúareyjum. Þá fengum við smá auka siglingu upp að höfninni til Bahamas vegna veikinda eins farþegans. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hvað fyrir augu bar eða hvers lags upplifun það er að fara í ferð sem þessa. En í albúminu hér til hliðar eru nokkrar myndir sem segja eitthvað til um það "hvað gekk á". Það skal tekið fram að youtube ræman er tekin á "aðalgötunni" sem er 130 metra löng liggur eftir miðju skipinu með verslanir, bari og kaffihús á bæði borð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Bara æði.Boom Shaka Laka

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 5.3.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

jahá... þetta hefur verið sannkölluð "Sexíkrús" svo maður sletti aðeins...

Rúnar Karvel Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þú leynir á þér  Ég var sjálf að koma frá Florida en var ekki á dansskónum heldur með kylfurnar í farteskinu og spilaði golf. Frábært veður. Sniðugt að fara svona hópur saman. Hafðu það sem allra best kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.3.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sko þig Atli, það fyrsta sem mér datt í hug hvort þið Kolla hefðuð ekki hist úti... en sé að svo er ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæl verið þið. Við hittumst ekki úti við Kolbrún, en það hefði verið gaman. Þó skrapp ég á Ventura völlinn sem er á svæðinu þar sem Íslendingar eiga hvað flest einbýlin.. og mætti segja mér að Kolla hafi verið á svæðinu. Það hefði verið eftir því að við hefðum rekist á, því ekki gerist það dags daglega þó aðeins nokkur hús séu á milli okkar hér í Kópavoginum.

En á annað rákumst við næstum því á og öllu alvarlegra. En tveim tímum eftir að við fórum frá Kosta Ríca þá vorum við næstum búin að sigla niður skútu sem var ljóslaus í myrkrinu. Þá sátum við í leikhúsinu sem er fremst í skipinu og tekur aðeins 1.300 manns í sæti og fylgdumst með uppistandara. Allt var eins og í sófanum heima. En skyndilega heyri ég að allar bógskrúfurnar eru settar á fulla ferð og leiktjöldin byrja að hallast og titringur leikur um skipið. Þá var tilfinningin eins og þegar tekin er beygja í bíl, maður þrýstist í sætisbakið. Daginn eftir sagði skipstjórinn í sjónvarpinu um borð, að skipið hafi hallast 10 gráður er þeir renndu sér framhjá skútu sem fór innan við 10 metra frá skipshlið. En skipið er 56 metrar á breidd og við á 22 mílna ferð. Þá hafi þeir ekki séð skútuna fyrr en 150 metrar hafi verið í hana, eða innan við hálf lend skipsins. Hafi einhverjir verið í skútunni, hafa þeir örugglega vaknað upp afværum blundi...      

Atli Hermannsson., 9.3.2008 kl. 14:25

6 identicon

Blessaður. Þetta hlítur að hafa verið mögnuð upplifun. Hef alltaf verið með í huga að gera eitthvað svona. Koma tímar koma ráð (þó sérstaklega peninga ráð :) )

Ég gat ekki séð myndbandið. Það var eins og það hefði verið fjarlægt af slóðinni.

Bestu kveðjur

Helgi

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:43

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Helgi. Það er þetta með ráðin.. ráðaleysið eða vera bara með óráði eins og ég. En þegar ferðin var ákveðin var ég ekki einu sinni hafður með í ráðum... heldur tilkynnt um hana eins og um orðin hlut væri að ræða. Vissulega kostar þetta hellings pening. En besta lausnin er kannski sú að samnýta t.d. golfferð eins og Kolla fór í og kaupa svo miða á síðustu stundu í siglingu í eina viku. Hún þarf ekki að kosta nema 400 dollara eða svo og allur matur innifalinn. Það er nefnilega hægt að vera síétandi allan sólarhringinn fyrir þá sem það vilja og engar smá kræsingar. Maður hafði úr fjórum aðalréttum að velja á kvöldin. Ef manni líkaði hann ekki þá bað maður bara um annan rétt... og þess vegna þann þriðja þeir sem voru óseðjandi. Ef hungur var farið að segja til sín seinna um kvöldið var hlaðborðið sem var tugir metra á lengd opið til fimm um morguninn... en þeir lokuðu því í tvo tíma fyrir morgunmatinn ... helvískir.

Þetta með youtube Helgi... þá veit ég ekki hvað gerðist, en myndbandið virkaði fyrstu tvo dagana og svo ekki meir. En það eru nokkur önnur myndbönd á youtube en þau eru bara svo persónuleg að mér finnst þau passa ekki.      

Atli Hermannsson., 9.3.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 42973

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband