Reykjanesbrautin.

Það setur alltaf að manni óhug við fréttir af bílslysum. En hann staldrar því miður/sem betur fer ekki lengi við í höfðinu á manni. Ef slysið á Reykjanesbrautinni nú í morgun gerði það, þýddi það einfaldlega að ég kannaðist við eða væri nátengdur einhverjum sem í því lenti.

Reykjanesbrautin virðist vera líkust rússneskri rúllettu nú eftir að framkvæmdir lögðust niður er verktakinn Jarðvélar ehf. fóru á hausinn. Það eru vissulega þrengingar á veginum sem skapa mikla slysahættu. En á haustmánuðum fór ég daglega þar um og tel mig því vita nokkuð um hvað verið er að tala þegar gagnrýni á ónógar merkingar ber á góma. En ég get bara ekki verið sammála þeirri gagnrýni. Það logar allt í merkjum á svæðinu og vísbendingum um að varlega eigi að fara. En er farið eftir þeim? Nei aldeilis ekki. Þær eru hundsaðar nær algerlega. Þeir sem keyra á um eitt 100 eiga það til að draga niður í 90 eða svo - en fæstir gera það svo nokkru nemur.

Til að fá landann til að hægja á sér niður í 50 eins og ætlast er til á ákveðnum köflum og ætti ekki að fara framhjá neinum, þá þyrftir að setja upp vegatálma eða hraðahindranir eins og eru á Álfhólsveginum í Kópavogi -  með 50 metra millibili. Það er sem sagt ekki fyrr en óþægindin eru farin að verða óbærileg að við drögum úr hraðanum. Hvernig er það t.d. ekki á sumrin úti á landi þegar verið er að olíubera og laga malbikið. Þá eru vegfarendur gjarnan beðnir að hægja á sér niður í 30 kílómetra. En hver er reynslan? Við komum að mölinni gjarnan á 100 og hægjum niður í sirka 70. Og við gerum það ekki af tillitsemi við starfsmenn eða til að draga úr hættu á slysi.... Nei við gerum það af tillitsemi við bílinn sem við viljum ekki að skemmist á lakki undan grjótkastinu. Annars væri það sennilega ekkert nema dauðinn sem fengi mann til að hægja á sér.

Þá er þráfaldlega tönglast á því að merkingar séu með allt öðrum og betri hætti erlendis. En ég held að þetta sé bábilja. Það er einfaldlega þannig með okkur þegar við ökum erlendis, að þá veitum við merkingum miklu meiri athygli... það liggur í hlutarins eðli og þá erum við með hugann við aksturinn...          


mbl.is Þrír á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Atli.

Held að þú hafir alveg rétt fyrir þér í þessu efni , því miður verður maður að segja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er mikið rétt hjá þér Atli. Það er dauðans alvara að aka bíl, það er ekki margir sem muna það og sumir eru jafnvel að tala i síma, reykja og borða samtímis.

Við verðum sjálf að fara varlega, getum ekki alltaf kennt öðrum um.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Jón Haukur Baldvinsson

Sæll Atli..

Gaman að heyra frá þér og takk fyrir commentið. Ég sé að einhver náskildur þér hafi verið í þessu bílslysi í fyrradag. Það vill svo til að frænkan mín lenti í þessu slysi og þetta er önnur frænkan mín sem lentir í slæmu slysi á þessum stað á rúmum 5 vikum. Þær eru báðar alveg svakalega heppnar að hafa ekki farið verr. Skil þessar umræður sem eru búinn að vera uppá síðkastið....Bið að heilsa fyrrum sambýlismanni mínum :) og þessi djúsvél þarf að vera á hverju heimili :)..

kveðja,

Jón Haukur

Jón Haukur Baldvinsson, 11.4.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón Haukur. Það sýnir glöggt hvað tilviljanirnar eru miklar í umferðinni, að þú skulir eiga tvær frænkur sem tengjast slysum á þessum stað. Það er misskilningur að ég þekki til einhverja sem í þessum slysum lentu. Ég hef bara verið að gagnrýna málflutninginn sem einkennst hefur að því að finna sökudólg... og hann helst vegagerðina fyrir lélegar merkingar. Ég átti t.d. leið um Reykjanesbrautina í gærkveldi. Og þar sem vegurinn er einfaldur við Voga og Grindavíkur afleggjara hefur verið komið fyrir keilum á miðjum veginum með reglulegu millibili til aðgreiningar og frammúrakstur bannaður þar. Það er líka tilgreint hvar aka skal á 50 og hvar 70. á leiðinni í bæinn fylgdi  bílstjórinn fyrir framan mig þessu mjög nákvæmlega. En þá brá svo við að bifreið nokkru fyrir aftan mig tekur frammúr mér og tveim öðrum bílum. Hann fer sem sagt öfugu megin við keilurnar á sirka 90  þar sem er 50 og bannað að taka frammúr. Það er sem ég sjái einhverjar merkingar virka á svona idiota. Þá sýnir svona háttalag að það er ekki nóg að fara eftir reglunum til að komast heill heim... það þarf líka heilmikla heppni.

Atli Hermannsson., 13.4.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli og takk fyrir síðast. Ég er alveg sammála þér það vantar ábyrgð í umferðina en mér finnst of mikið af boðum og bönnum. Ætla þó ekki að dæma hvað gerðist í þessu slysi sem rætt er um. Hún er alveg pest þessi umrædda þrenging en óþarfi að ryðjast öfugu megin framúr þó manni blöskri hraðinn . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 42911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband