26.5.2008 | 19:24
þægilega dasaður.
Þetta myndband er frá Live 8 og var hápunktur þeirra tónleika fyrir marga hluta sakir. En við sem sáum Pink Floyd 1994 á Pulse tónleikatúrnum verðum aldrei söm eftir það. Þetta vita líka allir þeir sem hafa eignast Pulse á DVD. Ég sagði líka í mörg ár á eftir að ef ég ætti eftir að þurfa að toppa þann viðburð... þá þyrftir það að vera ferð með geimskutlunni
Mest hugsað til Pink Floyd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli.
Ég er einlægur aðdáandi Pink Floyd í áraraðir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2008 kl. 01:20
Svo þú ert aðdáandi líka gmaria. En þeir leynast víða. Eins og ég sagði þá sá ég hljómsveitina 1994 þegar hún var á Púls tónleikatúrnum. Svo notaði ég tækifærið þegar David Gilmour gítarleikari og söngvari Pink Floyd var með tónleika í Royal Albert Hall 29. mai 2006 í tilefni af nýjum sólódiski og nældi mér í miða. Þeir tónleikar voru teknir upp og gefnir út á DVD. Sú skífa heitir Remember That Night og stendur gersamlega undir nafni... ógleymanlegt. Nokkrar myndir eru frá þeim tónleikum í albúminu hér til hliðar. Sértu gmaria farin að halda að ég sé aðdáandi, þá get ég bætt því við að ég á original LP The Wall upp á vegg við hliðina á mér og undir gleri....því hún er árituð af öllum meðlimunum fjórum... hvernig ég eignaðist hana verður ekki látið uppi.
Atli Hermannsson., 1.6.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.