27.3.2009 | 16:33
Ef ég klóra þér...
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að ganga í Evrópusambandið. Ég skil ekkert í landsfundarfulltrúum að segja það ekki bara beint út," sagði Pétur Blöndal, alþingismaður, einn þeirra sem lagði fram tillögu um að tillaga Evrópunefndar yrði felld."
Þessi ummæli Péturs Blöndal staðfesta í raun það sem flestir ættu fyrir löngu að vera búnir að átta sig á; það er að maðurinn er kolruglaður. Síðan hvenær hafa stjórnmálaflokkar annars gengið í ESB? Pétur ætti ásamt öðrum alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins að sjá sóma sinn í því að skammast sín fyrir það hvað þeir hafa gert þjóðinni. Eftir18 ár í ríkisstjórn skilja þeir við með þorra landsmanna með hengingaról um hálsinn. Þá eru öll smærri og meðalstór fyrirtæki landsmann á hvínandi hausnum. Allir vita svo hvernig komið er fyrir þeim stærri - en þau hafa ýmist verið tekin yfir af Ríkinu eða bíða þess að verða það á næstu misserum. Arfleið Sjálfstæðisflokksins eftir allt stjórnleysið, sukkið og einkavinavæðinguna - er mesta ríkisvæðing sögunnar.
Hverju á svo að breyta? Engu, því flokkurinn ætlar að beita sér gegn ESB aðild...það á að reyna að halda áfram með krónuna sem rýrnað hefur um 1.900% gagnvart þeirri dönsku á lýðveldistímanum...og þá mun ekki verða hreyft við gjafakvótakerfinu sem engu hefur skilað nema sífellt minni afla og stækkandi skuldasúpu - sem er orðin fimmfalt stærri en árlegar aflaheimildirnar....... hvílík skömm.
Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og það er ekki bara Pétur Blöndal sem á í megnustu erfiðleikum með að gera greinarmun á FLOKKNUM og Þjóðinni, því Sigurður Kári sagði þetta í þrunginni ræðu sinni
“Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa utan við Evrópusambandið."Atli Hermannsson., 30.3.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.