29.8.2007 | 14:33
"Hagræðing í sinni skýrustu mynd"
Þessi ákvörðun er eins og allar aðrar ákvarðanir í sjávarútvegi, byggt á hagræðis- og gróðasjónarmiðum frekar en vísindalegum gögnum - hvað þá heldur skynsemis rökum. Hér er eingöngu verið að koma til móts við útgerðarmenn og horft til þess að flotinn geti undirbúið sig í tíma og farið af stað áður en Hafró hefur lokið sínum haust mælingum. En eins og við vitum þá er bara ein tala sem ræður hjá Hafró og ráðherra varðandi heildarkvóta á loðnu. Það er að "afgangurinn" 400 þúsund tonn fái að hrygna næsta vor við vesturlandið. Allt umfram það magn má flotinn veiða og enda í dýrafóðri. Er nama von að hlutfall loðnu í fæðu þorsks hafi hríðlækkað á undanförnum árum. En mema von að vaxtarhraði þorsks sé í sögulegu lágmarki.
Það sem enn frekar gengur gegn réttlætingu á þessum haustveiðum er að þá eru flottrollin notuð sem aldrei fyrr. En eins og við vitum eru þau afskaplega umdeild svo ekki sé meira sagt. Eða hvað sagði Grímur Jón Grímsson loðnuskipstjóri ekki í blaðaviðtali 14. janúar, 2006.
"ÞAÐ vita allir að ég hef verið óskaplega hræddur við flottrollsveiðar í gegnum tíðina en ég hef veitt loðnu bæði í troll og nót. Mín reynsla er sú að lóðning sem gefur 400 til 500 tonn í nót gefur kannski ekki nema 5 til 10% af því í troll. Svo er spurningin hvað verður um mismuninn. Lifir hann af? Svo er annað í þessu en það er óskaplegt áreiti á lóðningarnar með þessari trollveiði," segir Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Antares, í viðtalið við blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum.
Þegar veitt er í nót þá veiðist það sem er inni í hringnum. Trollið er hins vegar að taka hluta af torfunni og skipin eru allan sólarhringinn að toga fram og til baka. Loðnan kemur upp að landinu til að ganga á sínar hefðbundnu hrygningarstöðvar. Ég horfði hins vegar á loðnu, sem var að koma upp í Reyðarfjarðardýpið, fara út aftur þegar farið var að toga. Sambærilegt við þetta gæti verið þegar laxinn safnast fyrir utan árósinn. Það er spurning hvort hann myndi guggna á því að ganga upp árnar ef hann fengi svona yfirhalningu eins og loðnan. Ég er alveg skíthræddur við þetta og veit að Ísfélagsmenn hafa mælt með því við ráðherra að flottrollsveiðar á loðnu verði ekki leyfðar."
![]() |
Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 20:30
Botninum náð?
Maður er alveg orðlaus yfir þessum niðurskurði. Loksins þegar maður ættaður úr sjávarþorpi gegnir embætti sjávarútvegsráðherra - þá skal þorskkvótinn ná sögulegu lágmarki. Og það furðulega er að togararallið er það eina sem ráðherra leggur til grundvallar niðurskurðinum. Hann fer í engu eftir ástandinu á grunnslóðinni sem er í hrópandi mótsögn við djúpmiðin. Það er ekki eins og það séu ekki til fleiri gögn en togararallið. Það er líka eitthvað til sem heitir netarall og aflatölur sem sýna allt annað en minni fiskgengd á grunnslóð víðast hvar í kringum landið. Þá eru til á tölvutæku formi nákvæmar skrár áratugi aftur í tímann sem kalla mætti sjóstangarall. Ég tæki mun meira mark á þeim gögnum en togararallinu eftir að hafa hlustað á fyrrverandi skipstjóra hjá Hafró. Á sjóstangamótum er td. hver tittur mældur og veginn, stangir taldar og fjöldi króka talinn. Af hverju er ekki litið á þessi gögn? Það er tuðað um að það þurfi að auka fé til rannsókna... en þess þarf sko alls ekki... og í raun alger fásinna þegar það eru alltaf sömu andlegu tréfæturnir sem lesa og túlka gögnnin sem þeir sjálfir öfluðu....
Svo þegar ráðherra var spurður í Sjónvarpsfréttum um það hvort þetta væri ekki dæmi um misheppnað fiskveiðikerfi..... hvað hann svo ekki vera.... nei, skeggið er sko ekkert skylt hökunni að mati Einars.
![]() |
Frjálslyndir ítreka vilja um svipað aflamark og frjálsar handfæraveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 8.7.2007 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2007 | 00:00
Kæra Agnes.
Sæl Agnes og takk fyrir síðast. En um daginn þegar við vorum í skíðaskálanum" á Reyðarfirði, þá átti ég von á að sjá þig þar aðeins fleiri kvöld en raunin varð á. Ég hafði t.d. fyrir því að læra á hvernig átti að gangsetja sánaklefann... og var einnig búinn að ákveða að það yrði sérstakur konutími fyrsta kvöldið.
Því lét ég það bíða að ónáða þig utan vinnutima" og mása við þig um sjávarútvegsmál sem eru mér frekar hugleikin. Þannig var ég t.d. nokkrum sinnum kominn á fremsta hlunn með að spyrja þig um það, hvernig þér þætti að Morgunblaðið skuli skapa aðstöðu og greiða laun blaðafulltrúa" LÍÚ - þeim að kostnaðarlausu. En það hefur margoft verið með ólíkindum hvernig Hjörtur hefur komist upp með að halda uppi einhliða áróðri fyrir LÍÚ og kvótakerfinu og misnotað aðstöðu sína í einkadálknum bryggjuspjall" Steininn tók svo úr þegar hann gagnrýndi Kompásþáttinn eins og alkunna er.
Þá er einnig með ólíkindum hversu vel Hagfræðistofnun gengur að fá almenning til að missa allt álit á starfsmönnum stofnunarinnar og starfsaðferðum hennar. Ég var að vísu búinn að því fyrir nokkrum árum og lét mér þá nægja þegar Ragnar og félagar gáfu það út eftir mikinn talnaleik, að framleiðni í sjávarútvegi hafði aukist á tilteknu tímabili um 91,44% þegar þorskafli hafði minnkað um 45% og skuldir útgerðarinnar aukist um nokkur hundruð prósent á sama tímabili.
En það er enn smá von um að eitthvað það gerist sem dugi til að vinda ofan af þessu rotna og úrelta spillingarkerfi. Hvað þarf til veit ég ekki - en á marga alkóhólista dugar ekkert annað en að fara alla leið á rassgatið - áður en hægt er að byggja þá upp aftur.
Um daginn heyrði ég svo í fiskifræðingi í speglinum" sem ég man ekki hvað heitir...En hann taldi að ef um marga og staðbundna þorskstofna væri að ræða hér við land, væri kvótakerfið í núverandi mynd úrelt. Ég hafði nokkur orð um sama efni í grein sem ég skrifaði 2003. Kv Atli
http://www.internet.is/floyde/grein6.html
![]() |
Hörð gagnrýni á Hafró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 10:22
Kerfið í hnotskurn.
Ég veit ekki hvað fólk er alltaf að rjúka upp til handa og fóta þegar krísur sem þessi koma upp í sjávarútveginum. Það var Flateyri um daginn og Vestmannaeyjar núna. Ég veit ekki betur en að almenningur kjósi þetta kerfi yfir sig á fjögurra ára fresti. En það sem fólk er að fjargviðrast útaf er framsalið sem er innbygggt í kerfið og hefur verið það frá 1990. Einn fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði framsals-kerfið einmitt "vængi" kvótakerfisins... sem er réttnefni... bara í annarri merkingu en hann lagði í það.
En talandi um Flateyri og Vestmannaeyjar, þá passar ágætlega að setja hér inn lokaorð mín úr grein sem birtist í Mogganum rétt fyrir kosnningar.
"Ágæti kjósandi; Ef þú ert einn þeirra sem aðeins finnur til samkenndar með íbúum sjávarbyggðanna þegar eldgos verða eða snjóflóð falla, þá skaltu bara halda áfram að kjósa kvótaflokkana.
En við þetta má bæta að í ályktun um sjávarútvegsmál frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins stendur:"Ástand ýmissa fiskistofna er gott. Það eru hins vegar vonbrigði að ekki hefur gengið nógu vel að byggja upp suma stofna."
Því spyr ég; Ástand hvaða fiskstofna er gott.?
Og hvaða fiskstofna hefur ekki gengið NÓGU vel að BYGGJA UPP?
Til minnis þegar" besta fiskveiðikerfi í heim" ber á góma.
Ath; allar tölur eru úr skýrslum frá Hafró.
Þorskur Þorskstofninn, eða stofnmatið er er jafn lítið og árið 1995 þegar stofninn var í sögulegri lægð eftir 11 ára" uppbyggingu" . Stofnmatið minnkaði um 15% í fyrra og 17% núna samkvæmt togararallinu í mars. Aflinn 1984 var 284 þúsund tonn, 390 þúsund tonn 1987 og 200 þúsund 2006.
Ufsi, svipaður afli og 1984.
Ýsa í sögulegu hámark þessi árin. Var 65 þúsund tonn 1984. 105 þúsund 2006.
Humar veiði var 2.400 tonn 1984. 1800 tonn 2006.
Gullkarfi í sögulegu lágmarki eða að hruni kominn. Veiði 1984. 108 þúsud tonn. Tillaga 2006 22 þúsund.
Loðnuaflinn í vetur var aðeins einn fjórði af meðaltali áranna 1980-1990 sem þá var 1,300 þúsund tonn.
Flatfiskar: eins og t.d. skarkoli eru nær horfnir við landið ,eða aðeins einn fjórði frá þvi sem var í stofnmati við upphaf togararalls fyrir 23 árum.
Skélfisku: á Breiðafirði hruninn.
Steinbítur: svipuð veiði og 1984.
Innfjarðarækja: fyrir vestan og norðan hrunin. Var 7000 tonn 1984. 0 2006.
Úthafsrækjan fyrir norðurlandi sömuleiðis hrunin. Var 30 þúsund tonn 1984.
Grálúðuaflinn var 25 þúsund tonn 1984. 15 þúsund 2006.
![]() |
"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.5.2007 | 20:44
Hlaupið á staðnum.
![]() |
Ætlar að dansa á Ingólfstorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 01:22
fyrir vonbrigðum
![]() |
Rokkað í Laugardalshöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 21:19
byggðakvótinn bjargar?
Það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir sjávarbyggðirnar að fá byggðakvóta, engin smáræðis búbót fyrir landsbyggðina, ekki satt? Því datt mér í hug að reikna gróðann" á hvern íbúa þeirra sjávarbyggða sem fá að njóta að þessu sinni. En ég sleppti Akureyri sem hefði ekki gert annað en að gera lítið úr þeim rausnarskap sem landsfeðurnir sýna sjávarbyggðunum allt í kringum landið. Að höfuðstaðnum slepptum, þá reiknast mér til að byggðakvótinn samsvari því að hver íbúi fái inn um bréfalúguna" hjá sér sem samsvarar einum 750 gramma pakka af harðfiski mánaðarlega. Nú finnst ekki öllum harðfiskur góður, en sama... þetta er gríðarlegt búsílag...ég er bara að hugsa um að flytja út á land.
![]() |
Búið að úthluta byggðakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 22:47
Kristján Þór í Silfrinu.
Í Silfri Egils í dag var lítilega rætt um fiskveiðikerfið, sem í fjótu bragði virðist vera eins og hannað fyrir glæpagengi á Sikiley. Allavega telur Mafían sig ekki ekki svikna af því að hafa áskrift að tekjum annarra án teljandi fyrirhafnar. Þegar umræðan barst að erfiðleikum Flateyringa og hvernig bæri að bregðast við þeim hörmungum sem blöstu við bæjarbúum þar, sagði Kristján Þór Júlíusson fyrrveradi stjórnarformaður Samherja þetta; Ég vil fyrst taka það fram að ég tek alveg útyfir þegar vinur minn Hinrik Kristjánsson er að yfirgefa greinina með þessum hætti,vegna þess að ekki er rekstrargrundvöllur undir fyrirtækinu... þekki þann mann að góðu einu... en það er bara erfitt þegar menn þufa að yfirgefa völlinn með þessum hætti. Ágæti bloggari; ef þú áttar þig ekki á því hvað Krsitján Þór er í raun að segja; Þá hefur hann áhyggjur af einum íbúa á Flateyri sem er vinur hans, sá sem fer með milljarðana frá vellinum" eins og Kristján orðar það svo skemmtilega...
Þegar Kristján Þór var síðan spurður hvað hægt væri að gera fyrir bæ eins og Flateyri sagði Kristján meðal annars þetta; Það er voða lítið, ég hef engin bjargráð... sem betur fer eru dæmi um það að það eru að koma nýjir aðilar inn í greinina. Það sem þarf að gera fyrir Flateyri sérstaklega er ekkert annað en þarf að gera fyrir byggðina alla í landinu, það er grundavallaratriði fyrir samfélagið allt í dag, að fólk geti búið við góðar samgöngur og fjarskiptaþjónustu... upplýsingaveituna.. það er grundvallaratriði.
Það var þá eftir allt betri samgöngur og fjarskipti við Flateyri.... Hallóóó
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 21:15
Steingeldur ráðherra.
Það síðasta sem kæmi fyrir Einar K. væri að viðurkenna að eitthvað væri að fiskveiðikerfinu. Bara flokksbróðir Einars, Kristinn á Bakkafirði var með einar 15 tillögur um daginn um breytingar svo kerfið færi að virka eins og til væri ætlast. En Einar K. leggur hann eitthvað til? Nei hann gerið það sko ekki frekar en fyrri daginn. Hann segir ástandið skelfilegt og stóra málið sé að hann vonist til að heimildirnar verði sem mest eftir á norðannverðum Vestfjörðum En það er algerlega fyrir það brennt að hann komi með einhverjar lausnir sanniði til. En viti Einar K. ekki ennþá að kvótabraskkerfið er með þessum ósköpum brennt - að geta lagt byggðir í rúst - þá forði guð okkur frá því að hann verði áfram sjávarútvegsráðherra.
![]() |
Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 14:39
Öryggið
Það er oft talað um "öryggi" í sömu andrá og fiskveiðikerfið. Einari Kristni, frá Bolungavík er það nokkuð tamt. En þá er hann ekki að tala um atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna eins og sumir kynnu að halda, heldur afhendingaröryggi vörunnar til kúnnans sem er að sögn hagsmunaaðila mikilvægara en nokkuð annað. Þetta er frasi sem er mikið notaður af fulltrúm LÍÚ til að fullvissa almenning um að það megi ekki raska rekstraröryggi þeirra með breytingum á kvótabraskkerfinu. Því í samkeppni við aðra matvöru er það "stöðuleiki" þess sem sé það mikilvægasta.
En hvort fólkið í sjávarbyggðunum hafi eitthvað öryggi er afgans- eða bara úrgangs eitthvað. Strax eftir kosningarnar 2003 var nær öllu vinnufæru fólki á Raufarhöfn sagt upp vegna "hagræðingar" í greininni. Í sömu viku fjórum árum seinna er það Kambur á Flateyri... skildi Einar Oddur hafa vitað af þessu?
"Eins og sagt var hjá á mannlif.is í gær er í burðarliðnum að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, kaupi upp kvóta Flateyringa sem hefur verið í vörslu Kambs hf. Aðaleigandi Kambs er Hinrik Kristjánsson sem mun hagnast gríðarlega á fjöreggi Flateyringa þegar salan gengur eftir. Hann mun við söluna bætast í hóp sægreifa landsins en á Flateyri mun atvinnuleysi hefja innreið sína. Yfirvofandi sala hefur farið lágt og ekki komist í umræðuna fyrr en nú, korteri eftir kosningar, enda er þetta skólabókardæmi um það þegar kvótakerfið og þjónar þess svipta byggðarlag lífsbjörginni. Umræða um þá staðreynd hefði hlaðið undir málflutning Frjálslynda flokksins og og hefur það því farið lágt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 44302
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar