Tillitsleysi.

Það er margt sérkennilegt að gerast þessa dagana. Pólitíkusar talast við einn daginn eins og bestu vinir og svo bara alls ekki þann næsta -  og þó mikið liggi við. Látum það vera. En ætli það teljist ekki til undantekninga að líki sé holað niður svo gott sem við inngang í kirkju án þess að sóknarpresturinn hafi hugmynd um. Að nánasta samstarfsfólk prestsins, sóknarnefndin skuli ekki hafa látið prestinn á staðnum vita hvað stóð til. Sóknarpresturinn kom fram í fréttum og bar sig vel... fannst þetta jú frekar sérkennilegt... en bætti við að nefndinni bæri engin skylda til að láta sig vita. Já, hann hélt uppi vörn fyrir sóknarnefnda í ofanálag. En fjandakornið... Ef ég væri sóknarpresturinn og það væri komið fram við mig af lítilsvirðingu og tillitsleysi líkt og gerðist í þessu tilfelli, þá ætti ég líklega frekar erfitt með að bera mikla virðingu fyrir því fólki í framhaldinu.     
mbl.is Fischer vildi kaþólska útför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymt og grafið.

Frétt sem þessi frá Sri Lanka kemur mér ekkert á óvart. Eins og fram kemur annars staðar á blogginu mínu þá hef ég nokkur kynni af eyjunni. Eitt sinn er ég var þar og dvaldi á meðal Evrópubúa nálægt Free Trade svæðinu við Katunayaki. Þá sagði enskur textílhönnuður mér sem dvalið hafði í 25 ár í landinu. Að löng frí eins og t.d. fjögurra daga hátíðir búddista væri afleitt fyrir fyrirtækið sem hann stjórnaði. Því það tæki ekki lengri tíma fyrir þjálfaða saumakonu að glupra niður því sem henni hefði verið kennt. Hann sagði mér t.d. að eitt sinn er hann hafi verið að taka í notkun nýjar vélar og haft 2.000 konur á vikunámskeiði af því tilefni... að þá hafi Vasak hátíð Buddista siglt í kjölfarið og það hafi þurft að endurtaka náskeiðið frá grunni.

Þá gáfu Japanir eyjaskeggjum fullkominn tækniháskóla fyrir einum 13-14 árum síðan. Hann var t.d. með sólarsellum á þakinu til að knýja sum af hinum fullkomnu kennslutækjum sem þar voru. Réttum 10 árum seinna hringdu þeir til Japans og sögðu græjurnar verulega farnar að slappast. Japanirnir komu því með næstu vél til að athuga hvers kyns var. Þegar þeir mættu á staðinn var þeim eðlilega litið upp á þak. Þá blasti ástæðan við þeim... sólarsellurnar voru hættar að virka vegna óhreininda... þær höfðu ekki verið þrifnar frá því þær höfðu verið settar upp.

 fleiri sögur seinna...


mbl.is Gleymdist í fangelsi í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn í valnum.

Það ríkir skelfilegt ástand þessa dagana á Sri Lanka eftir að ríkisstjórnin sagði upp vopnahléssamningnum frá 2002. Það er þó aðeins stigsmunur á þegar saga þjóðarinnar frá fullveldi 1948 er skoðuð. Það er aðallega vegna veru firðargæslusveitar okkar þar og fulltrúa frá Þróunarsamvinnustofnun í kjölfar flóðanna 2005 sem áhugi okkar hefur beinst að landinu. Ég hef haldið góðu sambandi við fólk þar í 20 ár og því kemur ástandið mér ekkert á óvart, því ófriðurinn hefur verið nær linnulaust frá 1984. En þá hófu Tamílatígrarnir sjálfsmorðsárásir sínar sem staðið hafa með litlum hléum. Það má því segja að þeir séu upphafsmenn þeirrar aðferðar að bera sprengju um mittið. En þess ber að geta að oftar en ekki hafa það verið unglingsstúlkur sem hafa verið notaðar í þeim tilgangi.

Því fer fjarri að einn og einn ráðherra sem liggur í valnum sé dæmi um versnandi ástand. Það gæti þess vegna verið af hinu góða, því stjórnvöld í landinu eru gegnsýrð af spillingu og ganga fyrir mútum og annarri ónáttúru. Vandamálið á Sri Lanka er stjórnmálalegs eðlis en ekki trúarlegs eins og margir halda. Það snýst um kúgun Singalista á Tamílum sem ekki geta sætt sig við að vera annars flokks þegnar með lítil sem engin réttindi. Því hafa þeir gert uppreisn sem engan endi ætlar að taka. Það má segja að Tamílarnir séu búnir að reyna allt sem hægt er. Eftir að hafa reynt að semja við ríkisstjórn Signgalista frá 1972 hafa þeir svo dæmi séu tekin;  sprengt banka, járnbrautir, trúarsamkomur Singalista.... ásamt því að hafa árið 2001 ráðist inn á alþjóða flugvöllinn við Colombo og sprengt yfir morgunkaffinu átta herþotur, tvær stórar Airbus farþegavélar og skemmt þrjár til viðbótar. En það var ekkert minnst hér heima á árás Tígrana á flugvöllinn á sínum tíma... þótti sennilega ekki nægilega fréttnæmt þá.    

Það er því ljóst að ríkisstjórn Sri Lanka þarf fyrr eða síðar að semja við Tamílana... maður verður að semja við þá sem eru bæði sterkari og klárari en maður sjálfur... en þar sendur hnífurinn í Singalistum. 

 

Sjáið einnig neðar á síðunni vangaveltur mínar frá því um daginn.


mbl.is Ráðherra féll í sprengjuárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hesta-réttur

Sá fáheyrði atburður gerðist í dag  að einstaklingur sem lenti í þriðja og neðsta styrkleikaflokki af sínum "keppendum" að hann vann með yfirburðum.

Ekki var um eiginlega keppni að ræða þar sem keppendur reyndu með sér heldur svokallaðan dómaraúrskurð. En fyrri árangur keppenda var hafður til hliðsjónar og metinn af færum hæstaréttar- dómurum. En þar sem dómarinn var kunnugur þeim keppanda sem lenti í neðsta styrkleikaflokki vék hann sæti. En svo heppilega vildi til að dýralæknir sérfróður um "hesta-rétt" og "héra-dóma" var á keppnisstað og var hann fenginn til að skera úr um hæfni keppenda. Því ber úrskurður hans það með sér; að hlýðni, gangöryggi og ættbók hafi ráðið þar mestu um... undan Litla- Krull frá Svörtuloftum.


mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóðs og leiðsögn.

Hafró taldi að það hafi verið um 600 þúsund tonn af síld inni á Grundarfirði um daginn. Þetta er sama magn og Hafró telur að allur þorskstofninn sé um þessar mundir -  hver tittur allt í kringum landið. Mér segir svo hugur að þó þetta sé mikið magn af síld á litlu svæði, að það finndist ekki padda ef henni væri dreift um landgrunnið með sama hætti og þorskurinn heldur sig. Þá er einnig athyglisvert að velta því fyrir sér sem kallað er náttúrulegur dauðdagi þorsks, sem alltaf er gert ráð fyrir að sé 18% af stofnmatinu... því rannsóknar-niðurstöður frá Hafró gefa til kynna að Hrefnur éta á ári hverju um 300 þúsund tonn af þorski.

Ég þarf ekki lóðs til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - heldur einhvers konar leiðsögn í "stærðfræðilegri fiskifræði" sýnist mér.  
mbl.is Þurfti lóðs til að komast á síldarmiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt likt með glæpamönnum.

Það hefur verið þrýst á Pervez Musharraf að segja af sér, annað hvort, sem forseti eða sem yfirmaður hersins í Pakistan. Meira að segja Georg W. Bush forseti Bandaríkjana og æðsti yfirmaður hersins á þeim bænum hefur lagt þunga áherslu á að þetta tvennt geti ekki farið saman. Goggi sér auðvitað ekki hvað þeir starfsfélagarnir eiga margt sameiginlegt. Þessu til viðbótar þá rændi Musharraf völdum með aðstoð hersins 1999,  en Georg W gerði það með dyggri aðstoð Hæstaréttar Bandaríkjana - eftir að hafa  fengið um 500 þúsund færri atkvæði en Al Gore á landsvísu..... 
mbl.is Musharraf segist ætla að hætta sem yfirmaður hersins fyrir 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sri Lanka

Það verður aldrei friður á Sri Lanka, sagði Arnulf vinur minn eitt sinn við mig er ég var þar í mai mánuði árið 1997. Arnulf er Norðmaður og hefur að mestu búið á Sri Lanka síðan 1972. En hann var þá í hópi Norðmanna sem sendur var í nafni  þróunarhjálpar við innfædda. Í sem fæstum orðum þá hefur fátt gerst ef nokkuð frá hans sjónarhóli séð - ef frá er talið að einn sona hans var drepinn af innfæddum, stunginn til bana á heimili sínu í skjóli nætur. Þessi sonur hans sem ég kynntist einnig sagði eitt sinn er við vorum að velta fyrir okkur ástandinu... og ég sveittur við að berja af mér moskítoflugurnar, að það eina sem gæti bjargað þessari þjóð væri það, ef utanað komandi aðstoð hætti að berast. Hann Terje heitinn átti sem sagt við, að eina von Sri Lanka frá örbirgð fælist í því að erlend stjórnvöld og gróðafyrirtæki hættu að púkka undir gerspillt stjórnvöld og pólitíkur sem gengju fyrir mútum.

Nokkrum  árum seinna komst ég að því að þetta með spillinguna var rétt. Því fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins sem ég hitti eitt sinn var þá á bak við lás og slá. Hann hafði "óvart" tekið nokkra fiskibáta sem Norðmenn gáfu og selt þá til Ítalíu. Venjulega fara stjórnmálamenn á Sri Lanka ekki í fangelsi fyrir svo smávægilegar yfirsjónir, en fyrst það voru Norðmenn sem tengdust málinu varð ekki hjá því komist - svona útá við.

Ég get lengi haldið áfram að segja sögur frá veru minni á Sri Lanka, en siðast var ég það fyrir þremur árum og dvaldi ég þar vegna ákveðins verkefnis í tvo mánuði. Því setti ég mig í samband við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og bauð fram aðstoð mína þegar hörmungarnar af völdum flóðbylgjunnar dundu þar fyrir tæpum þremur árum. Ég sagðist þekkja Norðmann sem þekkti þar betur til en allir aðrir til samans. Hann væri allar götur frá 1972 búinn að vera helsti ráðgjafi norskra stjórnvalda á svæðinu. Ég væri í góðu sambandi við hann og hann væri reyðubúinn að vera okkur innan handar ef við vildum. En Sighvatur Björgvins afþakkaði pent, sagði að vegna "state to state" samnings sem væri í gildi á milli Íslands og Sri Lanka þyrfti öll aðstoð að fara í gegnum þarlend stjórnvöld. Svo komst ég að því nokkru seinna að það var enginn samnngur í gildi, heldur komið á nokkru seinna - er heljarinnar sendinefnd fór þangað með tilheyrandi bruðli eins og frægt var.

Í dag eru tíu starfsmenn á vegum eftirlitssamtaka SLMM í Sri Lanka fyrir Íslands hönd. Þeir hafa, að sögn þeirra sjálfra, það hlutverk að fylgjast með því að ákvæði vopnahlés sé virt sem samþykkt var milli á Tamíla og Singalista árið 2002, þ.e. ríkjandi stjórnvalda annars vegar og Tígrana hins vegar. Hvað þetta blessaða fólk er að gera þarna er mér ekki hulin ráðgáta. Í sem fæstum orðum þá er þetta fólk ekki að gera neitt annað en að láta tímann líða. Það getur ekki verið að gæta friðar sem enginn er. Þá er landið svo erfitt yfirferðar og samgöngukerfið svo snúið að það er fullt starf að vita hvort maður er að koma eða fara. Þá er algerlega vonlaust að átta sig á hver er Tamíli og hver ekki, enda dreifast þeir um landið allt og lítill hluti þeirra svokallaðir tígrar. Því er ég sannfærður um að þessir starfsmenn eru löngu hættir að reyna að átta sig á aðstæðum og hver er að koma og hver að fara.... en best væri að senda þá heim.

Meira af Sri Lanka seinna.


mbl.is Átök fara harðnandi á norðurhluta Sri Lanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venjuleg neysluvara?

Það að sala á áfengi skuli vera komin í einkareknar verslanir á landsbyggðinni réttlætir á engan hátt að auka skuli aðgengi að áfengi á höfuðborgarsvæðinu. Það var gert til að stöðva hinar stöðugu póstsendingar sem þá var og hét. Þá er þetta ekki spurningin um hvort einkareknum verslunum sé ekki treystandi til að sjá um þessi mál eins og sumir vilja láta í veðri vaka. Málið er að það er eftir inntöku þessarar "neysluvöru" sem sumu fólki er ekki treystandi... og um það snýst málið.

Umræðan á því að snúast um sérstöðu þessarar "neysluvöru". En fylgendur aukins frjálsræðis eru duglegir við að reyna að sannfæra almenning um að þetta sé eins og hver önnur vara. En fyrst ber að geta þess að þessi "neysluvara" hefur þá sérstöðu að vera sú eina sem lifrin vinnur ekki á og skilgreinir sem eitur. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem rænir fólk dómgreindinni - og það strax á fyrsta glasi. Hún getur t.d. fengið annars ágætlega greint fólk eins og t.d. SKK. til að setjast undir stýri og stofna með því lífi vegfarenda í hættu. Aðrir eiga það til eftir neyslu þessarar vöru að missa stjórn á skapi sínu og valda með því bæði sjálfum sér og öðrum varanlegu heilsutjóni - að ógleymdu því andlega tjóni og þeirri óhamingju sem hrjáir fjölmargar fjölskyldur vegna þess. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem ógæfufólk og lögbrjótar af ýmsu tagi "nota gjarnan" sem afsökun, eða réttlætingu fyrir misgjörðum sínum.

Því skulum við ekki fara í neinar grafgötur með það, að ÁFENGI er ekki eins og hver önnur neysluvara. Eftir inntöku fer oftar en ekki í gang einhvers konar rúlletta sem íllmögulegt er að sjá fyrir hvernig endar. Því er algerlega fráleitt að bæta aðgengi að áfengi umfram það sem nú er... svo einhverjir geti kippt með sér einni rauðvínsflösku um leið og steikin er keypt á grillið....bull shitt.


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andspyrnan

Það skýtur alltaf annars slagið upp kollinum sú hugmynd að gera þurfi eitthvað verulega róttækt til að upplýsa almenning, í eitt skipti fyrir öll, um hið liðónýta fiskveiðikerfi sem engu hefur skilað og það ranglæti sem það hefur haft í för með sér.  

Í  mai síðastliðinn eftir að Hafró hafði kynnt niðurstöður sínar úr síðasta togararalli. Þá bar á hugmyndum hér á blogginu hans kristins frá Bakkafirði um að fara í fyrirlestraferðir um landið, stofna grasrótarsamtök, vini landbyggðarinnar eða andspyrnuhreyfingu eins og ég komst að orði.

Það er ef til vill aukatriði hvað hreyfingin á að heita. En hún þarf númer eitt að vera þverpólitísk - ef af henni verður. Það þarf umfram allt að laða að henni einstaklinga úr öllum flokkum. Þá má ekki vera búið að gefa sér fyrirfram hvaða „kerfi" eigi að berjast fyrir - eða hvað það eigi að heita. Kerfið má eftir sem áður heita kvótakerfi fyrir mér. Það þarf bara númer eitt að hafa það að markmiði að uppfylla fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna... Það er greinin sem fjallar um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að stuðla beri að verndun og hagkvæmri nýtingu allra fiskstofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Ég er hrifnastur af þeirri hugmynd að byrja skuli á því að halda veglega ráðstefnu þar sem ákveðnum aðilum, jafnt innlendum sem erlendum yrði boðið að halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Til að gera ráðstefnuna sem veglegasta og auka á trúveruleika hennar væri aðilum af "andstæðum pólum" boðið að taka þátt. Þá þyrfti að virkja fjölmiðla, stofnanir og hagsmunaaðila í greininni til að gera þetta sem veglegast Því tel ég ekki fráleitt að fá aðila eins og ráðuneytið, Fiskistofu eða jafnvel LÍÚ til að leggja málefninu lið. Af hverju ekki?

Það þarf að færa umræðuna úr skotgröfunum og til þess þurfa sem flestir að koma að málinu. En ég ætla ekki að ákveða hvernig þetta á að vera. Heldur er ég ég tilbúinn til þess að að verða til þess að leiða saman alla þá sem vilja verða "stofnfélagar". Komið endilega með tillögur, athugasemdir...eða sendið mér póst á floyde@visir.is  um hvernig best verði á málum haldið og hafið endilega samband við líklega kandidata sem dregið geta vagninn.          


Vantrúa.

Mahmoud Ahmadinejad er af myndum að sjá hinn ljúfasti maður. Þá mun hann hafa kvatt alla bresku sjóliðana með handabandi sem álpuðust inn í írönsku landhelgina við brottför þeirra. Einnig finnst mér hann hafa staðið sig vel gegn ósvifinni hræsnisáróðursvél vesturlanda Ég held að það hljóti flestir að átta sig á því að það er ekki hægt að meina einu fullvalda ríki að notfara sér nútíma tækni umfram - önnur þóknanlegri -  eins og td. Ísrael. En varðandi helförina og þeirra sex milljóna manna sem eiga að hafa dáið í útrýmingabúðum nasista. Þá er ég vantrúaður á þá tölu líkt og Ahmadinejad. Og þó mér þyki mikið til þýskrar tækni koma, þá þurftu afköstin og skipulagningin að hafa verið alveg gríðarleg til komast í tæri við þá ótrúlegu tölu sem stöðugt er tönglast á, eða sex milljónir.

Ef ég gef mér að helförin hafi að mestu farið fram á fjögurra ára tímabili. Þá gerir það að jafnaði 152 þúsund aftökur á mánuði. Til að gera hræðilega sögu stutta og sleppa allri kaldhæðni. Þá áætla ég í mínu dæmi að gasofnarnir hafi verið í notkun í 10 tíma á dag í 20 daga í mánuði. Það gerir 6.250 manns á dag að jafnaði eða 625 aftökur á hverri klukkustund. Það er ekki fjærri lagi að áætla að þetta séu 300 tonn af líkum hvern einasta dag eða 6 þúsund tonn á mánuði ef einhverjum gengur betur að skilja þá tölu. 

Því legg ég við hlustir þegar þjóðarleiðtogi í landi þar sem aftökur eru stundaðar segir þessar tölur ekki geta staðist.


mbl.is Ahmadinejad hvetur til frekari rannsókna á helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 44302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband