Venjuleg neysluvara?

Það að sala á áfengi skuli vera komin í einkareknar verslanir á landsbyggðinni réttlætir á engan hátt að auka skuli aðgengi að áfengi á höfuðborgarsvæðinu. Það var gert til að stöðva hinar stöðugu póstsendingar sem þá var og hét. Þá er þetta ekki spurningin um hvort einkareknum verslunum sé ekki treystandi til að sjá um þessi mál eins og sumir vilja láta í veðri vaka. Málið er að það er eftir inntöku þessarar "neysluvöru" sem sumu fólki er ekki treystandi... og um það snýst málið.

Umræðan á því að snúast um sérstöðu þessarar "neysluvöru". En fylgendur aukins frjálsræðis eru duglegir við að reyna að sannfæra almenning um að þetta sé eins og hver önnur vara. En fyrst ber að geta þess að þessi "neysluvara" hefur þá sérstöðu að vera sú eina sem lifrin vinnur ekki á og skilgreinir sem eitur. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem rænir fólk dómgreindinni - og það strax á fyrsta glasi. Hún getur t.d. fengið annars ágætlega greint fólk eins og t.d. SKK. til að setjast undir stýri og stofna með því lífi vegfarenda í hættu. Aðrir eiga það til eftir neyslu þessarar vöru að missa stjórn á skapi sínu og valda með því bæði sjálfum sér og öðrum varanlegu heilsutjóni - að ógleymdu því andlega tjóni og þeirri óhamingju sem hrjáir fjölmargar fjölskyldur vegna þess. Þá er þetta eina löglega neysluvaran sem ógæfufólk og lögbrjótar af ýmsu tagi "nota gjarnan" sem afsökun, eða réttlætingu fyrir misgjörðum sínum.

Því skulum við ekki fara í neinar grafgötur með það, að ÁFENGI er ekki eins og hver önnur neysluvara. Eftir inntöku fer oftar en ekki í gang einhvers konar rúlletta sem íllmögulegt er að sjá fyrir hvernig endar. Því er algerlega fráleitt að bæta aðgengi að áfengi umfram það sem nú er... svo einhverjir geti kippt með sér einni rauðvínsflösku um leið og steikin er keypt á grillið....bull shitt.


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Alveg er ég sammála þér Atli. Þessi vara á að vera áfram þar sem hún er, það vita það allir að áfengi breytir hinum mætustu mönnum (konum) í apa. Og allir vita hvernig þeir eiga til að haga sér allsgáðir.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 42926

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband