Sri Lanka

Það verður aldrei friður á Sri Lanka, sagði Arnulf vinur minn eitt sinn við mig er ég var þar í mai mánuði árið 1997. Arnulf er Norðmaður og hefur að mestu búið á Sri Lanka síðan 1972. En hann var þá í hópi Norðmanna sem sendur var í nafni  þróunarhjálpar við innfædda. Í sem fæstum orðum þá hefur fátt gerst ef nokkuð frá hans sjónarhóli séð - ef frá er talið að einn sona hans var drepinn af innfæddum, stunginn til bana á heimili sínu í skjóli nætur. Þessi sonur hans sem ég kynntist einnig sagði eitt sinn er við vorum að velta fyrir okkur ástandinu... og ég sveittur við að berja af mér moskítoflugurnar, að það eina sem gæti bjargað þessari þjóð væri það, ef utanað komandi aðstoð hætti að berast. Hann Terje heitinn átti sem sagt við, að eina von Sri Lanka frá örbirgð fælist í því að erlend stjórnvöld og gróðafyrirtæki hættu að púkka undir gerspillt stjórnvöld og pólitíkur sem gengju fyrir mútum.

Nokkrum  árum seinna komst ég að því að þetta með spillinguna var rétt. Því fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins sem ég hitti eitt sinn var þá á bak við lás og slá. Hann hafði "óvart" tekið nokkra fiskibáta sem Norðmenn gáfu og selt þá til Ítalíu. Venjulega fara stjórnmálamenn á Sri Lanka ekki í fangelsi fyrir svo smávægilegar yfirsjónir, en fyrst það voru Norðmenn sem tengdust málinu varð ekki hjá því komist - svona útá við.

Ég get lengi haldið áfram að segja sögur frá veru minni á Sri Lanka, en siðast var ég það fyrir þremur árum og dvaldi ég þar vegna ákveðins verkefnis í tvo mánuði. Því setti ég mig í samband við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og bauð fram aðstoð mína þegar hörmungarnar af völdum flóðbylgjunnar dundu þar fyrir tæpum þremur árum. Ég sagðist þekkja Norðmann sem þekkti þar betur til en allir aðrir til samans. Hann væri allar götur frá 1972 búinn að vera helsti ráðgjafi norskra stjórnvalda á svæðinu. Ég væri í góðu sambandi við hann og hann væri reyðubúinn að vera okkur innan handar ef við vildum. En Sighvatur Björgvins afþakkaði pent, sagði að vegna "state to state" samnings sem væri í gildi á milli Íslands og Sri Lanka þyrfti öll aðstoð að fara í gegnum þarlend stjórnvöld. Svo komst ég að því nokkru seinna að það var enginn samnngur í gildi, heldur komið á nokkru seinna - er heljarinnar sendinefnd fór þangað með tilheyrandi bruðli eins og frægt var.

Í dag eru tíu starfsmenn á vegum eftirlitssamtaka SLMM í Sri Lanka fyrir Íslands hönd. Þeir hafa, að sögn þeirra sjálfra, það hlutverk að fylgjast með því að ákvæði vopnahlés sé virt sem samþykkt var milli á Tamíla og Singalista árið 2002, þ.e. ríkjandi stjórnvalda annars vegar og Tígrana hins vegar. Hvað þetta blessaða fólk er að gera þarna er mér ekki hulin ráðgáta. Í sem fæstum orðum þá er þetta fólk ekki að gera neitt annað en að láta tímann líða. Það getur ekki verið að gæta friðar sem enginn er. Þá er landið svo erfitt yfirferðar og samgöngukerfið svo snúið að það er fullt starf að vita hvort maður er að koma eða fara. Þá er algerlega vonlaust að átta sig á hver er Tamíli og hver ekki, enda dreifast þeir um landið allt og lítill hluti þeirra svokallaðir tígrar. Því er ég sannfærður um að þessir starfsmenn eru löngu hættir að reyna að átta sig á aðstæðum og hver er að koma og hver að fara.... en best væri að senda þá heim.

Meira af Sri Lanka seinna.


mbl.is Átök fara harðnandi á norðurhluta Sri Lanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rummy

Eftirlitið miðar að því að hamla átökum sem væru enn óvægnari og harðari ef ekki væru augu alþjóðasamfélagsins (sem mætti kalla SLMM).  Það gerir því án efa gagn.

Rummy, 11.11.2007 kl. 02:15

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það má sjálfsagt færa rök fyrir því að það sé einhvers konar fælingamáttur samfara veru okkar þarna. Því stríðandi öfl gæta þess vandlega að snerta ekki hár á höfði vesturlandabúa. Því eru átökin alltaf fjarri hugsanlegum dvalastöðum þeirra... og okkar menn víðs fjarri. Þá er það spurninginn hvað stöðvar Tamíla í því sem þeir ætla sér. Þá er vonlaust að reikan það út hvar þeir stinga niður næst. Þess má líka geta að þeir höðfu notað sjálfsmorðssprengjur til fjölda ára áður en Palestíumenn hófu að gera það.  En kröfur þeirra eru réttlætismál.. þeir hafa aldrei verið metnir til jafns af Singalistum og njóta ekki sömu réttinda. Það er hræðsla Singalista við Tamíla sem kemur í veg fyrir að friður komist á í landinu... hræðslan við andlegt atgerfi þeirra sem er allt annað og meira.

Atli Hermannsson., 11.11.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 42987

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband