4.3.2009 | 16:49
Gróf íhlutun?
Það er öllum ljóst sem fylgjast vel með ESB umræðunni eð Daniel Hannan þingmaður breska Íhaldsflokksins leggur mikið upp úr því að skera sig úr fjöldanum . Þetta er m.ö.o. hægri öfga týpa sem gjarnan er þversum í umræðunni. það er því kannski bara eðlilegt að hann skuli jafnt geta heillað nýfrjálshyggju strákana í Sjálfstæðisflokknum sem og fyrrverandi ráðherra Alþýðubandalagsins sáluga.
Nú bloggar hann sem áður um hvað okkur Íslendingum sé fyrir bestu. Ég hef í sjálfu sér ekki merkilega mikinn áhuga á þvaðrinu í honum frekar en mörgum öðrum sem telja sig vita hvað okkur Íslendingum sé fyrir bestu. Heldur frekar hvað Heimsýnar bloggarar hafa um þetta síðasta innlegg hans í umræðuna að segja. Því þegar einhverjir kollegar hans, eða t.d stjórnmálaleiðtogar á Norðurlöndunum hafa verið að ráðleggja okkur heilt með því að ganga í ESB og taka upp evruna, Þá benda Heimsýnar bloggarar gjarnan á að það sé gróf íhlutun í okkar innanríkismál og mál þeim algerlega óviðkomandi. Hvað segja þeir nú?
Hannan: Fagnar minna fylgi ESB-aðildar meðal Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 11:40
Jón Magg yfirgefur Frjálslynda.
Jón Magnússon alþingismaður hefur sagt skilið við Frjálslynda flokkinn og er það miður - fyrir flokkinn. Eftir inngöngu þeirra félaga úr Nýju afli fyrir nokkrum árum breyttist ásýnd flokksins til hins betra. Þá varð ég fyrst bjartsýnn á að flokknum tækist loksins að gera sig gildandi og koma þeim breytingum á framfæri í sjávarútvegsmálum sem flokkurinn hafði sérstaklega barist fyrir.
Hér var kominn maður sem átti mjög auðvelt með að blanda geði við flokksfélagana og taka þátt í umræðum um hin ólíklegustu mál... var t.d duglegur að mæta á fundi í Skúlatúninu - og þurfti ekki að taka sig út fyrir sviga. Ég sá Frjálslynda flokkinn loks fyrir mér sem rótækan lýðræðislegan umbótaflokk þar sem umburðarlyndi fengi notið sín. Flokknum hafði einnig á sama tíma tekist að losa sig undan því að vera talinn hluti af fjölskyldu Sverris Hermannssonar og því enn meiri ástæða til bjartsýni. En raunin varð önnur og hvað sem Jón reyndi þá tókst honum ekki að skapa flokknum ásjónu umburðalyndis og víðsýnis... og að lokum játaði hann sig sigraðan í baráttunni gegn stækri kreddufestu, þröngsýni og afturhaldi í þessum litla flokki.
Jón gerði margar tilraunir til þess að koma Evrópuumræðunni af stað innan flokksins. Hann fór mjög varlega og gætti þess vandlega að allir gætu bæði skilið hann og fylgt honum eftir. En það var alveg sama hversu frjálslyndum fræjum hann stráði að þau féllu öll í mykjuhaug fyrirfram ákveðinna skoðana og kreddufestu þeirra sem hann þurfti að hafa sem mest samskipti við.
Eftir stendur þröngsýnt vinstra afturhald sem rígheldur sér í gömul gjaldþrota gildi... og getur ekki einu sinni hugsað sér að þjóðin fái að ráða því sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki.... Hvar er frjálslyndið í Frjálslynda flokknum?
Segir sig úr Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.1.2009 | 12:23
Þjóðin á að kjósa um aðild.
Þorsteinn Már stígur varlega til jarðar í viðtalinu í Morgunblaðinu i dag, enda mjög skynsamlegt af honum. Hann veit af mikilli reynslu af íslenska fiskveiðikerfinu og ekki síður innan ESB lögsagna að hlutirnir eru ekki svarthvítir
Lokaorð Máa er útgangspunkturinn og að honum eigum við að sjálfsögðu að einbeita okkur.
Ef við förum í aðildarviðræður, þá verðum við að leggja áherslu á að hafa sem mest áhrif í endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar sem á að klárast árið 2012. Þannig gætum við vonandi sniðið af henni einhverja vankanta og haft áhrif á hvernig hún kemur til með að verða."
Í dag verður aftur á móti ráðstefna á vegum Heimssýnar í Þjóðminjasafninu - og verður hún örugglega svarthvít. Það er segja að allt sem snýr að sjávarútvegi innan ESB verður málað svörtum litum og síðan mokað yfir þá. Ég tel því vel til fundið að ráðstefnan sé haldin í Þjóðminjasafninu... en þykir bara verst að ekki skuli vera hægt að skilja íslenska fiskveiðikerfið eftir þar innan um aðra hluti sem gengið hafa sér til húðar.
Þjóðin á að kjósa um aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2008 | 19:04
LÍÚ hótar.
Hér á eftir kemur grein sem ég skrifaði um daginn í tilefni af ársfundi LÍÚ og birtist í Morgunblaðinu 31. október. Hún á vel við núna.
NÚ þegar flest samtök atvinnulífsins hafa lýst áhuga á að viðræður verði hafnar við ESB eða upptöku evrunnar þá er yfirlýsingar þess efnis ekki að vænta frá samtökum útgerðarmanna. Ársfundur LÍÚ var haldinn í þessari viku og sagði Björgólfur Jóhannsson í ræðu sinni að hagsmunir Íslands væru best tryggðir utan ESB, sem hefði rekið þveröfuga fiskveiðistefnu við Ísland. Við erum á hnjánum, halda menn í einlægni að það sé einhver hundalúga á hurð Evrópusambandsins?" Af útgerðarmönnum er það annars helst að frétta að erfiðlega hefur gengið að færa gjaldeyri til landsins og viðskiptasambönd erlendis gætu verið að tapast af þeim sökum - sökum krónunnar. Þá hafa heildarskuldir útgerðarinnar líklega verið að hækka um 60 milljarða á sama tíma og útflutningsverðmætin aðeins um 20 milljarða.
Samtök útgerðarmanna hafa ekki viljað ljá máls á ESB-aðild og í raun fundið fiskveiðistjórn sambandsins allt til foráttu - um leið og þau hafa dásamað árangurinn af besta fiskveiðikerfi í heimi".
Hundalúgan.
þegar skoðað er ofan í kjölinn kemur í ljós að íslenskar útgerðir hafa engu að síður komið sér vel fyrir á ESB-svæðinu. Ber fyrst að nefna í Skotlandi, England og Þýskalandi. Þá eru íslenskar útgerðir að veiða þorskkvóta Breta í Barentshafi ásamt því að eiga stærsta uppsjávarveiðiflota ESB og veiða kvóta Spánverja undan vesturströnd Afríku. Þá eiga Íslendingar tvær af stærstu fiskvinnslum Þýskalands og megnið af togaraflota Bretlandseyja. Því er von að spurt sé hvað valdi andstöðu LÍÚ gegn ESB.
Það sem helst hefur verið nefnt er að fiskveiðistefna ESB henti ekki hér við land - og þar við situr. Því ber þess að geta að bandalagsþjóðum er í sjálfsvald sett hvaða fiskveiðikerfi þær nota. Hvort heldur kvótakerfi að okkar fyrirmynd eða dagakerfi að hætti Færeyinga. Því er í raun ekkert til sem heitir fiskveiðikerfi" ESB í okkar skilningi.
En þegar fiskveiðistefna ESB er skoðuð kemur í ljós að hún á aðeins við um sameiginlega fiskstofna bandalagsríkja, fiskstofna þar sem tvö eða fleiri ríki eiga sögulegan nýtingarétt eða af landfræðilegum ástæðum. Hvorugu er til að dreifa hér við land. Þó fengu Belgar 3.000 tonna karfakvóta hér á grundvelli EES-samningsins, en það var fyrir veittan stuðning í þorskastríðunum. Síðast er fréttist mun þýsk útgerð í eigu Íslendinga hafa verið að veiða þennan karfakvóta.
Þá segir LÍÚ að við munum missa hið svokallað forræði yfir auðlindinni og að allar ákvarðanir um heildarafla hér við land verði teknar í ráðherraráði ESB. Það er rétt að endanleg ákvörðun (staðfestingin) verður tekin þar...en að undangengnu ákveðnu ferli sem vert er að skoða nánar.
Allt hurðalaust.
Varðandi ákvarðanir um heildarafla, eða svokallaða ríkjakvóta sem teknar eru af ráðherraráði ESB. Ber þess fyrst að geta að allar eru þær teknar að undangengnum rannsóknum og að tillögum færustu fiskifræðinga". Í öllum tilfellum eru það fulltrúar Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES sem aðsetur hefur í Kaupmannahöfn sem það gera. ICES eru samtök fiskifræðinga og annarra vísindamanna líkt og þeirra sem vinna hjá Hafró. Að ICES standa 20 ríki við norðanvert Atlantshaf og er Ísland eitt þeirra. Þetta er samráðsvettvangur þar sem nær allar ákvarðanir um nýtingu fiskstofna í Norður-Atlantshafi eru teknar. Hvert ríki á tvo fulltrúa og koma okkar fulltrúar frá Hafró. Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofnmati nytjastofna hér við land, sem kallast togararall. Það er því ekki fyrr en að loknum samráðsfundi Hafró og ICES að Hafró sér sér fært að kynna þjóðinni tillögur sínar um heildarafla næsta árs.
Því er von að spurt sé hvað muni eiginlega breytast við inngöngu í ESB. Hafi LÍÚ eitthvað við nýtingastefnu ESB (Hafró) að athuga - liggur beinast við að þeir beiti fulltrúum sínum innan stjórnar Hafró til þess.
Höfundur er fyrrverandi veiðarfærasölumaður.
LÍÚ hótar úrsögn úr SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.11.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.11.2008 | 18:12
Geirfuglarnir
Geir Haarde sagði í Valhöll í dag að það væri ekki enn búið að sannfæra hann um að ESB og evran væri betra fyrir Ísland - en það fyrirkomulag sem lagt hefur hagkerfi okkar í rúst. Þá ætlaði flokkurinn "loksins" að kanna kosti og galla ESB og meta stöðuna upp á nýtt - nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum. Nú veit ég að það hefur verið þokkalegt að gera hjá Geir við brunastörf og bjarga fé úr lífsháska, en þá vinnu má alfarið kenna honum sjálfum um og stökum geirfuglum í Sjálfstæðisflokknum sem stórskaðað hafa þessa þjóð á liðnum árum með þvergirðingshætti og hagsmuni einstaka flokkshesta að leiðarljósi.
Þessi flokkur er í raun krabbamein á þjóðinni sem þarf að gera uppskurð á. Því fagna ég væntanlegum landsfundi í janúar. En það verður líklega venju samkvæmt séð til þess að þeir fulltrúar sem á landsfund veljast verði "rétt valdir" Þetta verður að öllum líkindum hallelúja samkunda þar sem alþekkt skoðanakúgun verður alsráðandi - undir merkjum flokks hinna breiðu skoðana. Það verður séð til þess að "réttir" aðilar verði fengnir til að stjórna nefndarvinnu og þá koma að sjálfsögðu fyrstir til greina þeir sem hollastir eru núverandi flokkseigendum og aðrir þeir sem þrætt hafa brautina upp í gegnum ristilinn á Hannesi Hólmsteini. En ég vona að sá mikli meirihluti sem vill breytingar og aðildarviðræður við ESB standi þétt saman og láti ekki afturhald og íhald sérgæslu ráða næstu skrefum. Pólitíkin í dag snýst ekki um það hvort ein göng verði boruð eða stálþil rekið niður, heldur hvort við viljum horfa til framtíðar og taka upp lífsmáta og gildi líkt og þau sem í hávegum eru höfð í nágrannalöndunum.
Höfum við tíma til að bíða eftir sinnaskiptum Geirs? Ég segi nei; því augljóst er að það mun enginn geta sannfært Geir um eitt né neitt úr þessu. Nægir að nefna nokkra af þeim hagfræðingum sem reynt hafa og hvatt sér hljóðs að undanförnu. Ágúst Valfells. Ólafur Ísleifsson. Yngvar Örn Kristinsson. Gylfi Magnússon Jón Daníelsson. Aðalsteinn Leifsson. Guðmundur Ólafsson. Þorvaldur Gylfason Gylfa Zoëga Ingólfur Bender. Eddu Rós. Ásgeir Jónsson. Þorsteinn Þorgeirsson. Jón Steinsson. Tryggvi Þór Herbertsson. Ólafur Darri Andrason. Heiðar Már Guðjónsson og Þórólfur Matthíasson.
Þá er óþarfi að nefna þann ótölulega fjölda heimþekktra hagfræðinga sem lagt hafa leið sína til landsins á umliðnum árum. En til hliðsjónar er holt að velta því fyrir sér; af hverju líf-og náttúrufræðingar sem heimsækja "Mekka" líffræðinnar fara til Galapakusareyjar. Jarðfræðingar fara af sömu ástæðu til Hawai og heimsfrægir hagfræðingar leggja leið sína til Íslands... til að skoða hið íslenska efnahagsundur.
Þrír leiða Evrópustarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 19:08
Fallegt af Færeyingum.
Þetta er sérlega glæsilegt hjá Færeyingum og ekki í fyrsta skipti sem þeir hugsa fallega til okkar sem eldri bróður í vestri. Þeir komu t.d. að gosinu í Eyjum á sínum tíma og söfnuðu eftir snjóflóðin fyrir Vestan. Þá söfnuðu þeir handa okkur af einhverju öðru tilefni, bara man ekki hvað það var. Við mættum svo sannarlega oftar hugsa til þeirra...
Mér er til efs að íslensk stjórnvöld hafi svo mikið sem hringt til Færeyja þegar bankakreppa herjaði þar á tíunda áratugnum... buðum við þeim kannski aðstoð? Í þessu ljósi má einnig skoða rembinginn í okkur Íslendingum eða umkvartanir.. að við skildum ekki hafa verið teknir með stóru löndunum þegar seðlabankar Norðurlanda voru að semja við Bandaríkin um daginn. Við móðguðumst sem aldrei fyrr. Mig dettur oft í hug þegar rembingurinn og stærilætin eru að fara með okkur, að alltaf þegar Norðurlöndin berast í tal, dettur okkur sjaldnast í hug að telja Færeyjar með... þær eru svo litlar ... meira að segja sjávarútvegur þeirra er svo auðmerkilegur að mati stjórnvalda að í öllum samanburði eru þeir aldrei taldir með....
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 15:44
Kæra Valgerður.
Kæra Valgerður.
Þó ég geti tekið undir margt af því sem þið í Framsókn hafið verið að segja síðustu daga, þá lyktar það aðeins of mikið fyrir minn smekk eins og þið Framsóknarmenn hafi aðeins verið farþegar í síðustu ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins og hvergi komið nálægt stjórnun - hvað þá spillingu. Mig minnir að Framsókn hafi heldur betur komið við sögu í viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankanum eins og þig gæti einnig rekið minni til. Ég ætla ekki að hnýta í Jón Sigurðsson sem staldraði of stutt við. En hvernig væri t.d. að rifja upp þegar þið "leyfðuð " Finni Ingólfssyni að misnota aðstöðu sýna sem viðskiptaráðherra og skipa sjálfan sig í stól Seðlabankastjóra. Meðal umsækjenda voru að mig minnir nokkrir doktorar í hagfræði með t.d. reynslu frá EFTA og OECD yfir utan allt annað. En þegar Finnur hafði farið yfir umsóknirnar sem lágu á hans borði sem ráðherra bankamála, þá renndi hann sér fimlega á milli stóla eins og helmingaregla ykkar Framsóknar og Sjálfstæðis gerði ráð fyrir.
Og hvað segir annars af Gift fjárfestingafélagi, eins og sjóður Finns heitir í dag eftir að upp komst að hann ásamt fleirum "mætum" framsóknarmönnum höfðu rænt sjóðnum af fyrrverandi tryggingatökum hjá Samvinnutryggingum sálugu. Eftir að Finnur og félagar voru búnir að einkanýta hann um tíma komst almenningur loks á snoðir um sjóðinn. Eigum við Valgerður þá nokkuð heldur að ræða þjófnað S-hóps Framsóknar á Búnaðarbankanum - og lygi þeirra, að kaupunum stæði einnig erlendur banki eins og skilyrt var í útboðsgögnunum. Hvoru megin við borðið varst þú annars...
Eigum við þá nokkuð frekar að ræða sjálftöku nokkurra "mætra" framsóknarmanna, þar með talinn fyrrverandi formann Einkavæðingarefndar Jóns Sveinssonar, á hlut ríkisins í Íslenskum Aðalverktökum árið 2003. Hann var þá stjórnarformaður IAV og seldi sjálfum sér og sínum bestu vinum á fáheyrðu undirverði eftir að hafa fyrir útboðið "sviðsett" slæma stöðu fyrirtækisins. Ári seinna tóku þessir "mætu" framsóknarmenn svo 300 milljónir meira út úr ÍAV í arðgreiðslu en þeir gáfu fyrir tæplegan helmingshlut ríkisins í fyrirtækinu - þokkleg ávöxtun það.
....er ekki annars allt gott að frétta af Framsókn? Stæðuð þið ykkur ekki miklu betur ef þið kæmust aftur í ríkisstjórn. Væri t.d. ekki allt annað og betra viðskiptasiðferði í landinu en nú er?
Stjórnmálin biðu hnekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 17:56
Eiríkur og annað eyríki
Ég rak augun í grein Eiríks Bergmann í The Guardian og fannst hún virkilega góð eins langt og hún nær. Það hafa einnig verið aðrar greinar í Guardian um hrunið hér heima og hverjum helst sé um að kenna. Ég hef verið að renna í gegnum bloggin sem greinunum hafa tengst og fundist þau misgáfuleg eins og gengur. En þessi athugasemd læt ég hér fljóta með sem mér finnst segja nokkuð mikið til um um það, hvað hratt skriðunni raunverulega af stað. Sem sagt; að ummæli Davíðs í frægum kastljósþætti hafi haft meiri vigt en eitthvað snakk Árna við Darming fjármálaráðherra í farsíma... Eða hvað finnst ykkur?
"This the third Guardian blog I've read on this subject, and I have been struck by a couple of things.
Taking all three blogs together, there have been well over 1000 comments posted, and
1) Almost every single Icelandic poster seems absolutely convinced that Darling and Brown are solely to blame for their problems.
2) Not a single person has even mentioned the name of the person at the heart of this entire mess - Mr David Oddsson, chairman of the Icelandic Central Bank.
Whilst it is patently obvious that the buffoon Brown did nobody any favours with his ill-tempered rant that hastened the downfall of Kaupthing, he was not responsible for the assets of UK investors being frozen, nor did he preside over the disastrous decisions made by Mr Oddsson and the CBI."
Fjögur hundruð bloggfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2008 | 21:28
Rick Wright.
Richard Wright hljómborðsleikari Pink Floyd er fallinn frá 65 ára að aldri. Hann var einn stofnenda sveitarinnar árið 1965 ásamt þeim Nick Mason, trommara Syd Barret, gítarleikara og söngvara og Roger Waters á bassa. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að David Gilmour gítarleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar bættist í hópinn.
Ég hef mikið haldið uppá Rick og talið framlag hans mjög vanmetið. Þess má t.d. geta að flestir halda að Roger Waters sé maðurinn á bak við The Dark Side Of The Moon - en það er aldeilis ekki rétt. Í meginatriðum á Waters textana og eitt lag plötunnar, en Gilmour og Wright má segja að eigi restina af lögunum. Rick á til dæmis lögin Any Colour You Like, The Great Gig In The Sky og Us and Them sem Waters hefur sagt besta lag plötunnar.
Það vita flestir að ósætti kom upp í hljómsveitinni er þeir voru að vinna að gerð TheWall sem endaði með því að Waters rak Rick út hljómsveitinni. En færri vita forsögu þess og hvers vegna það gerðist. En ástæða brottrekstursins var óánægja Waters með rýrt framlag Ricks til plötunnar og hvað hann virtist áhugalítill um gerð hennar. Fyrir það fyrsta var hljómsveitin í raun gjaldþrota á þeim tíma eftir að hafa farið að ráðum fjárfesta sem ekki héldu vatni. Þá var Rick að ganga í gegnum erfiðan skilnað og fikta við eiturlyf á sama tíma. En raunveruleg ástæða þess að Rick sat með krosslagðar hendur í stúdióinu og beið fyrirmæla var sú að hann var hættur að sætta sig við að semja línur og endurbæta demó sem Waters skrifaði sig síðan einan fyrir.
Waters ákveður upp á sitt einsdæmi að leggja hljómsveitina niður eftir plötuna The Final Cut árið 1983 - en tókst ekki sem betur fer. Því þeir Gilmour og Mason ákveða að halda áfram og fá Rick aftur til liðs við sig. Hljómsveitin fór síðan í gríðarlega vel heppnaða heimsreisu 1987 sem fékk mig til að ákveða, að ef bandið færi einhvern tíma aftur af stað yrði ég fyrstur inn um hliðið.
Það gerðist svo 1994 að Pink Floyd gaf út eina af sínum bestu plötum, Division Bell og fóru í kjölfarið í sína síðustu hljómleikaferð. Ég var þeirrar gæfu að njótandi að sjá hljómsveitina í Parken Í Kaupmannahöfn í ágúst það ár. Þeir tónleikar (Pulse) eru með öllu ógleymanlegir. Þá sá ég Rick aftur á sviði þann 29 may 2006 með Gilmour félaga sínum úr Pink Floyd í The Royal Albert Hall í London. Hápunktur þeirra tónleika var að mínu mati er þeir tóku gamla lagið Echoes Þeir tónleikar voru teknir upp og gefnir út á DVD. Fyrir þá sem ekki voru í The Albert Hall þetta kvöld, þá er ekki tilviljun að diskurinn skuli heita "Remember that night" og Rick á ríkan þátt í því.
Myndbandið er frá The Royal Albert Hall.
Einn af stofnendum Pink Floyd látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 01:30
John McCain og lygaþvælan.
John McCain er ábyggilega merkilegur maður fyrir marga hluta sakir. Þó ekki væri nema fyrir það sem hann sagði í ræðu sinni á flokksþinginu um þátttöku sína í Víetnam stríðinu - og hvað sú reynsla hefði gert honum gott. Eða eins og hann orðaði það sjálfur;" þá uppgötvaði hann þar ást sína á föðurlandinu". Ég gat heldur ekki skilið það öðruvísi en að hann stæði í eylífri þakkaskuld við stjórnvöld þess tíma fyrir að hafa gefið honum þetta tækifæri - og hvað reynsla hans sem stríðsfangi (pyntingarnar) hefðu gefið honum mikið. Manngæsku bandarískra stjórnvalda uppgötvaði hann einnig eitt kyrrlátt kvöld við þungar sprengjudrunur og bjarma í fjarska. Þá hafði hann einnig við svipaðar kringumstæður uppgötvað göfugan málstað bandarísku þjóðarinnar - sem fólst líklega í því að drepa eins marga Norður-Víetnama og kostur var. Að lokum þá bætti hann við, að hann hafi ekki orðið samur eftir þessa reynslu sína í Víetnam og er ég honum þar hjartanlega sammála.
Það jaðrar við að maður sé McCain gramur fyrir að hafa legið á þessari fallegu lífsreynslu allan þennan tíma. Hann hefði t.d. getað sagt vini sínum Georg Bush frá henni á sínum tíma, sem drifið hefði sig til Víetnam í stað þess að fela sig, fyrir misskilning, eins og rotta undir verndarvæng karls föður síns. Þá væru dætur Bush hjónanna sennilega í dag í Írak eða Afganistan í stað þess að hanga heima og missa af því sem gefur lífinu gildi.
Metáhorf á ræðu McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar